Morgunn - 01.06.1979, Page 69
BÆKUR
67
það jafnvel ofsóknum, eins og bert hefur orðið hér á landi í
sjálfu Kirkjublaðinu. En hin hliðin á þessu er hins vegar sú,
að einmitt ýmsir víðsýnir menn í klerkastétt hafa verið ein-
lægir aðdáendur sálarrannsókna, stutt þær með ráðum og
dáð og jafnvel beitt kenningum spiritismans til þess að birta
hlustendum sínum dásemd kenninga Krists.
Rannsóknir dr. Erlends Haraldssonar hafa sýnt, að íslend-
ingar eru mjög trúhneigðir, þótt kirkjur þeirra standi auðar,
nema á tyllidögum eða við jarðarfarir góðra manna. Ætti
það að vera kirkjunnar mönnum nokkurt umhugsunarefni.
I landi Harolds Shermans, Bandaríkjunum, fer það stöð-
ugt i vöxt, að miðlar og annað sálrænt fólk starfi við hlið
presta í kirkjunum til heilla fyrir söfnuðina. Á samkomum
þessara aðila er sameiginlega beðið fyrir sjúkum og reynt að
styðja þá, sem við hvers konar andstreymi eiga að stríða. Þar
koma þeir, sem læknavísindin hafa gefist upp á að lækna
og eru beittir huglækningum, oft með mjög góðum árangri.
En þessi bók Shermans fjallar einmitt um þann ótrúlega
árangur, sem slíkar lækningar hafa borið í Bandaríkjunum.
Þeir sem beita huglækningum eru ekki læknar sjálfir, heldur
uppfylla einungis þau skilyrði að geta verið farvegur þessa
mikla andlega máttar, sem i sumum tilfellum virðist geta
la'knað það á svipstundu, sem lærðustu menn læknisfræði
telja algjörlega banvænt. Þar eð slík undur hafa hvað eftir
annað gerst og halda áfram að gerast í viðurvist hundraða
manna, jafnvel í sjónvarpi, þá eru menn almennt hættir að
gera sig hlægilega með því að halda því fram að hér sé um
skröksögur einar að ræða.
I þessari bók Shermans segir hann frá ótal dæmum um
lækningar, sem eru kraftaverkum líkastar. Sjálfur var hann
læknaður með þessum hætti er hann þjáðist af bráðhættu-
legum sjúkdómi.
Margir Islendingar hafa að sjálfsögðu einnig hlotið bata
með þessum hætti og þekkja þetta því af persónulegri reynslu.
En í þessari gagnlegu bók útskýrir Harold Sherman nánar
með hverjum hætti ná má með slíkum frábærum árangri