Morgunn


Morgunn - 01.06.1979, Page 75

Morgunn - 01.06.1979, Page 75
RADDIR LESENDA 73 Þar sem segja má að ritgerð Martinusar sé meginefni þess- arar útgáfu langar mig til að geta þess að hinn djúpvitxli spekingur hefur gefið út mikinn fjölda bóka þar sem ein fjall- ar einmitt um hina fullkomnu jarðarför (Bisættelse). Martinus undirstrikar þar með augljósum siðrænum rökum að líkbrennsla brjóti í bága við hin andlegu lögmál, og ætti ekki að tíðkast meðal siðaðra manna. Hann segir að fimmta boðorðið „þú skalt ekki deyða“ verði að halda gagnvart öllum lifandi veiaxm og þá auðvitað einnig smávenxm þeim sem líkaminn er samsettur af. Þessar smáverur eigi að ljúka sínu eðlilega lífsskeiði á nátt- úrlegan hátt en ekki að þola hræðilegan dauðdaga í eldslogxxm. Mig langar til að gefa Martinusi orðið: „MéSferS líks og skreyting. Þegar dauðinn er fullkomlega staðfestur, skyldi likið strax sett á kaldan stað. Kistan þarf að vera vel þétt svo engin ólykt komist út né vökvi eða annað nái að valda óþægindum. 1 sambandi við skreytingu er þroskuðum manni nú þegar ljóst að notkun afskorinna blóma er gagnstætt lögmálum nátt- úrunnar og verða því ekki höfð um hönd af fólki með fín- gerða samvisku. Hins vegar getur maður þess i stað sett stórt hvítt klæði yfir kistuna á meðan kveðjustundin fer fram. Sé klæðið fallega skreytt með gullsaum og gullkögi'i er ekki hægt að hugsa sér fallegri, hátíðlegri og betur við eigandi skrautbúnað. Á þessum vettvangi myndi maður skreyta klæðið með að- aleinkenninu úr Lífsins Bók sem einmitt merkir: Ódauðleika verunnar, óbreytanleik heimsins og tilveru Guðs. Hreinni, æðri og fingerðari hugsanir er ekki mögulegt að sveipa lík- kistu i“. Og frá þessari leiðsögn Martinusar á skreytingunni langar mig að enda frásögn hans með öðrum kafla um líkbrennsluna: „Greftrun eða jarðarför sem er til blessunar og í samrœmi við kœrleikann og lögmál lífsins.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.