Morgunn


Morgunn - 01.06.1979, Side 77

Morgunn - 01.06.1979, Side 77
RADDIR LESENDA 75 i slíkum kertaljósum. (Nú til dags eru kerti unnin úr jurta- ríkinu. Innsk. S. H.) Rafmagnsljós ætti því að nota hvar sem mögulegt er. Með því að taka tillit til þessara atriða við jarðarför á mað- ur þátt i að hækka hina hinstu kveðju okkar til hins ,,dána“ ættingja, skyldmennis eða vinar á æðra svið, þar sem lim- lesting, dauði, sorg og kvalir eru engri lifandi veru búin. Þannig er jarðarförin blessun i fullu samræmi við kær- leika lifsins og hin eilífu lögmál". Með kveðju, Sigurður Herlufsen. Svar: Ég þakka Sigurði Herlufsen þetta ágæta bréf og vil svara athugasemdum hans um likbrennslu, sem ég lítillega minntist á í síðasta hefti. Ég vil fullvissa hann um það, að ég hef kynnt mér skoðanir hins ágæta Martinusar á lík- brennslu. Ég er fyrir löngu búinn að afla mér rits hans um þetta efni og bók hans, Bisœttelse, er á sínum stað í bóka- skápnum minum. En það vill svo til, að ég er ekki á sama máli og hann um þetta efni. Ég geri ráð fyrir því, að lesendum Morguns sé löngu ljóst orðið, að ég met Martinus mikils, sökum visku hans og innsæis. En ég er þannig gerður, að þótt ég meti mann mikils, þá táknar það ekki að ég þar með hafi afsalað mér sjálfstæðri dómgreind og gleypi allt umhugs- unarlaust, sem hann kann að halda fram um ýmsa hluti. Ég hafna þvi kenningu Martinusar um skaðsemi líkbrennslu, sem hann heldur fram að valdi ólýsanlegum kvölum og dauða lruma mannslíkamans. Hann gerir engan mun á frumunum i þessum efnum og mönnum með þroskaða vitund. Hér finnst mér allt of langt gengið. Það er alls ekki hægt að draga fram lifið á þessari jörð án þess að bana milljónum örvera með hverjum andardrætti. Það er beinlinis eðlilegur hluti lífsins. Við vitum að visu ekki mikið um örverur veraldar, en að likja þeim við menn hvað snertir tilfinningar og vitund held ég að nái ekki nokkurri átt. Ef við ætlum að tileinka okkur

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.