Morgunn - 01.06.1979, Qupperneq 78
76
MORGUNN
þessa afstöðu í lífinu, þá verðum við til dæmis að segja lækn-
isfræðinni algjört strið á hendur, því að fjöldi lækningalyfja
drepur að sjálfsögðu milljónir örvera í mannslíkamanum, svo
eitthvað sé nefnt. Ég vil í þessu sambandi einnig benda á það,
að sú þjóð sem ef til vill hefur alið fleiri andleg stórmenni
en nokkur önnur, Indverjar, hefur frá upphafi vega og i óra-
margar aldir talið líkbrennslu hina eðlilegustu leið til þess
að losna við mannlega líkami, sem sálin hefur yfirgefið. Lík-
brennsla færist stöðugt í vöxt, hér á landi sem annars staðar,
og tel ég það til mikilla bóta. Ekki síst þegar þess er gætt,
hve oft það virðist koma fyrir enn í dag, að ekki virðist með
öllu tryggt, að likaminn verði ekki notaður enn frekar. Ég
hygg þvi, að flestir vilji tryggja sig gegn hinni hræðilegu
kviksetningu. - Æ.R.K.
Kveðja frá dr. Richard Beck í Kanada.
DRAUMSÝN
Þótt haustsins blær mér hrjúfa strjúki vanga
og héluð falli lauf af skógartré,
þótt stynji þungan brim við bera tanga,
i bláma fjarskans land ég rísa sé,
þar sem á vetrum blessuð blómstur anga,
brosfríð það eru drauma minna vé.
DRAUMUR JÓHANNS HJELM
Fyrir nokkrum árum dreymdi Jóhann Hjelm athyglisverð-
an draum. Hann var i starfi hjá Magnúsi í Kirkjulækjarkoti
i Fljótshlíð. En Magnús og hans fólk tilheyrir Hvítasunnu-
söfnuði. Faðir hans hét Guðni og var rúmlega áttræður, þeg-
ar þetta gerðist. Guðni var trúaður og sérlega vandaður og
góður maður. Jóhann segir svo frá: