Morgunn - 01.06.1979, Síða 79
RADDIR LESENDA
77
„Á fimmtudagsnótt dreymir mig, að ég sé Guðna fyrir mér
sem á að giska rúmlega þrítugan mann, og yfir honum skein
svo mikil birta, að ég þóttist varla hafa séð annað eins i
draumi.
Ekki var draumurinn lengri. En ég sagði syni hans frá
þessu, og lét þess getið, að mér þætti þetta feigðarboði. Hann
tók því léttilega, og sagði að sér virtist hann hressilegur, og
vel gæti verið að hann lifði okkur báða. En þrem dögum síð-
ar var Guðni gamli látinn. Samkoma hafði verið haldin á
Hvolsvelli kl. 5 siðdegis. Þegar henni var lokið bauð Ólafur
kaupfélagsstjóri gestum til kaffidrykkju. Tröppur var upp
að ganga og hengdi Guðni hatt sinn nokkuð hátt. En þegar
hann seildist eftir honum aftur, datt hann og beið bráðan
bana af því falli, svo draumurinn átti sér ekki langan aldur“.
/ MattheusargiÆspjalli standa þessi orð: „En er hann
(þ. e. Pílatus) sat á dómarastólnum, sendi kona hans til
hans og lét segja: Eig þú ekkert við þennan réttláta
mann, því margt hef ég þolað hans vegna í draumi“.
Vegna þessara orða og aðvörunardrauma hefur kona
Pílatusar varðveist í endurminningu milljónanna fram
til þessa dags. Og hún mun lifa vegna þessa aðvörunar-
draums, sem hún lét segja manni sínum á mikilli örlaga-
stund, enda þótt honum vœri ekki mikill gaumur gefinn.
Úr bókinm Merkir draumar eftir William Oliver Stevens.