Morgunn


Morgunn - 01.06.1979, Side 80

Morgunn - 01.06.1979, Side 80
SJÓÐUR TIL RANNSÓKNA I DULSÁLARFRÆÐI var stofnaður árið 1975 til að styrkja rannsóknir við Háskóla íslands á dulrænum fyrirbærum. Rannanir þær á dulrænni reynslu Islendinga, trúarviðhorfum og þjóðtrú, sem gerðar voru á vegum Erlends Haraldssonar lektors, voru t. d. að verulegu leyti kostaðar af þessum sjóð, laun aðstoðarmanna greidd og ýmis konar kostnaður sem fylgir slikum könnunum. Ekki hefði reynst mögulegt að framkvæma þessar kannanir allar, ef ekki hefðu komið til gjafir sem sjóðnum hárust. Sjóðurinn tekur með þökkum við smáum gjöfum sem stór- um og mun þeim verða varið til að greiða kostnað af áfram- haldandi rannsóknum. - Giróreikningur sjóðsins er númer '606006. Má leggja inn á gíróreikninginn í öllum bönkum, pósthúsum og sparisjóðum. Gjöfum til sjóðsins fylgir réttur til að draga þær frá skattskyldum tekjum. Stjórn sjóðsins skipa dr. Erlendur Haraldsson, séra Jón Auðuns og Þorsteinn Þor- steinsson lífefnafræðingur. Reglugerð sjóðsins birtist í Stjórn- artíðindum 7. ágúst 1975. Frá stofnun hafa sjóðnum borist eftirfarandi framlög: N. N. kr. 100.000, Minningarsjóður séra Sveins Vikings 244.481, J. E. 4.400, Sálarrannsóknafélag Hafnarfjarðar 20.000, M. G. 1.000, J. K. og B. K. 10.000, Á. .1. og Á. Ó. 2.000, N. N. 400.000, Sálarrannsóknafélag Skagafjarðar 20.000, N. N. 118.000, I3. P. 10.000, S. V. 5.000 kr. - Stjórn sjóðsins þakkar þessar rausnarlegu gjafir.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.