Morgunn


Morgunn - 01.06.1984, Page 43

Morgunn - 01.06.1984, Page 43
DULRÆN FYRIRBÆRI OG VÍSINDl 41 hafi brögð verið í tafli, þótt ekkert bendi til slíks. Athug- anir og lýsingar fyrirbæra, jafnvel einstæðra fyrirbæra, eru nokkur þáttur í náttúruvísindum. Hví skyldi því ekki mega gefa einstökum athugunum og rannsóknum dulrænna fyrirbrigða af ofannefndri gerð nokkurt gildi þótt þær geti ef til vill ekki talist fullkomin vísbending um tilveru fyrir- bæranna? Krafan um það hvað teldist viðunandi ,,sönnun“ var því lengi að þróast og varð sífellt strangari. Til þess var að vissu leyti skiljanleg ástæða sem var fyrst og fremst sú að fyrirbærin, ef raunsönn reyndust, gengu að ýmsu leyti í berhögg við grundvallarskoðanir í náttúruvísindum og jafnvel uppáhaldsforsendur vísindalegs starfs. Tökum spá- úóma sem dæmi. Geti einhver í reynd spáð fyrir um óorðna hluti er það vísbending þess að afleiðing (vitneskja um atburð) geti orðið tii á undan orsök sinni (atburðinum sjálfum), ef við göngum út frá orsakalíkaninu eins og al- mennt er gert. Gerist lyftingar á þann hátt sem Crookes og Guðmundur Hannesson lýstu kann það að benda til þess að þyngdarlögmálið, eins og við skiljum það nú, sé ekki algiit. Með tímanum urðu endurtakanlegar tilraunir það sem vísindamenn sættust yfirleitt á að eitt væri fullnægjandi rök fyrir tilveru þessara fyrirbæra, þótt réttmæti þess sé mjög umdeilanlegt. Þessi skilningur varð þó ekki almennur fyrr en undir miðja þessa öld. Það var ekki fyrr en á fjórða áratugnum að sú tölfræði og tækni varð til sem nú er notuð við tilraunir sem kynnu að reynast endurtakanlegar með næstum hvaða hópi manna sem er. Dr. Þorsteinn ritar: „Dularsálfræðingum hefur ekki tek- ist, þrátt fyrir linnulausar tilraunir, að finna eitt einasta fyrirbæri sem unnt sé að sýna fram á við endurtekna til- vaun, þannig að aðrir rannsóknarmenn geti gengið úr skugga um það“ (Þ.S.), Þetta er rétt ef miðað er við þann 100% endurtakanleika sem stefnt er að í efna- og eðlis-

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.