Morgunn


Morgunn - 01.06.1984, Síða 45

Morgunn - 01.06.1984, Síða 45
DULRÆN FYRIRBÆRI OG VÍSINDI 43 bókstöfum í hvern reitanna. Nú áttu þeir að giska á hvaða bókstafur yrði valinn í hvern reit. Jafnframt voru þátttak- endur spurðir um viðhorf sín til dulrænna fyrirbæra. Að öllu þessu loknu fengum við útskrifaðar úr tölvunni raðir 100 bókstafa sem valdir voru með tilviljunaraðferð fyrir hvern einstakan þátttakanda. 1 fyrra sinnið fékkst ekki marktækur munur á fjölda réttra lausna hjá þeim sem trúðu og ekki trúðu á dulræn fyrirbæri.7 > í síðari tilraun- inni varð niðurstaðan marktæk (p = .2) og mjög marktæk (p=.0005) fyrir nýja en að innihaldi mjög svipaða tilgátu. Birti ég þessar niðurstöður m.a. í desemberhefti Frétta- bréfs félags háskólakennara árið 1975.H) Viss endurtakan- leiki hefur vissulega fundist í tili’aunum af þessu tagi þótt gagnrýnendur þegi yfirleitt um það þunnu hljóði. Hvað um „ganzfeld“ tilraunirnar svonefndu sem gerðar hafa verið við Maimonides Medical Center,!,>10) við Houston háskóla,11' við sálfræðideildháskólans i Cambridge12) og víðar? Sama tilraunasnið hefur verið endurtekið i meginat- riðum og endui’tekningarhlutfallið reynst vera um 50%.13) Sjálfur hef ég ásamt próf. Martin Johnson við háskólann i Utreckt í Hollandi unnið að röð tilrauna um árabil með eftirfektarverðum árangri. (Þess má geta til gamans að M.J. er einnig stjörnufræðingur að mennt og var sam- starfsmaður próf. Lundmarks þar til hann sneri sér að sálfræði). Tilgangur þessara tilrauna var að prófa hvort samband reyndist miili dulskynjunar (mæld með fjarskynj- unar- og getraunaprófum) og varnarhátta svonefndra, sem birtast í brenglunum skynmótunarferia sem mældar eru með skynjanaprófi sem reynst hefur vel til að velja menn til áhættusamra starfa, svo sem orustuflugmenn. 1 fimm i>double-blind“ tilraunum14.15>16) með 37 til 54 stúdenta í hverri hafa tvær gefið marktækt samband milli dulskynj- unar og varnarhátta (r=.46 og .26) en þrjár sýnt ómark- tsekan en jákvæðan fylgnistuðul (r=.17, .02, .11). Jákvæð fylgni þýðir að menn með veika varnarhætti ná betri

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.