Morgunn


Morgunn - 01.06.1984, Side 54

Morgunn - 01.06.1984, Side 54
52 MORGUNN fyrirlesari um ofangreind áhugamál sín og birtust erindi hans mörg í tímaritum og bókum hans um andleg mál.5) Samanlagt er allt sem Einar hefur ritað um spíritisma og málefni honum tengd geysimikið og ærið verk að fá sæmi- lega yfirsýn yfir það. Ekki er vafamál að spíritisminn hefur haft mikil áhrif á lífsskoðun Einars. I þessari ritgerð er reynt að gera stutt- lega grein fyrir þessum áhrifum, en áður en að því við- fangsefni er vikið er nauðsynlegt að afmarka og skilgreina hugtakið „spiritismi" svo byggt sé á sæmilega traustum grunni í þeirri umfjöllun sem á eftir fer. I daglegu máli hefur hugtakið spíritismi nokkuð óljósa merkingu og getur bæði náð yfir kenningu eða trú manna og eins athuganir á dulrænum fyrirbærum svoköiluðum, sálarrannsóknir. Þegar hér er talað um dulræn fyrirbæri eða dularfull fyrirbrigði er átt við „fyrirbæri sem liggja handan við eða á mörkum hins þekkta veruleika og eru tíðast torráðin og erfitt að festa hendur á“.7> Til þeirra teljast m.a. fjarskyggni, forspár, fjarhrif, berdreymið dul- skyggni og dulheyrn. Erlendur Haraldsson segir þegar hann ræðir afmörkun hugtaksins dulsálarfræði (parapsycho- logy) sem hann vill láta ná yfir vísindalegar rannsóknir á dulrænum fyrirbærum: Annað orð sem í hugum margra er nátengt dul- rænum fyrirbærum er orðið spíritismi. Þó verður að gera skýran greinarmun á dulsálarfræði og spíritisma. Spíritisminn er sérstök kenning til að útskýra ákveð- inn hóp dulrænna fyrirbæra, sérstaklega miðilsfyrir- bæri. 1 stuttu máli sagt gerir hinn spíritiska kenning ráð fyrir því að andar framliðinna valdi þessum fyr- irbærum að meira eða minna leyti. Eins og áður mun getið er spiritisminn aðeins ein af nokkrum kenning- um sem settar hafa verið fram til að útskýra dulræn fyrirbæri og því ekki rétt að kenna dulsálarfræðina við spíritisma.8)

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.