Morgunn


Morgunn - 01.06.1984, Side 60

Morgunn - 01.06.1984, Side 60
58 MORGUNN bandi bendir Einar á staðhæfingu eins framliðins heimilda- manns um að helvíti sé til. Þetta, sem nefnt er því nafni, er, eftir lýsingunum, ömurlegt svið, voðalegir staðir. Mennirnir lifa þar óguðlegu lífi, sjálfum sér og öðrum til hinna mestu þrauta. Sumar frásagnirnar halda því fram, að enginn maður vakni á þessum stöðvum fyrst eftir viðskiln- aðinn, sem svo er nefnt. En sé viljinn tiltakanlega rangsnúinn og leggi mennirnir lag sitt við viðsjár- verðar verur þar, þá geti svo farið, að þeir fái ekki haldið sér á því sviði og lendi í þessum skuggaiegu neðri byggðum.-e> Þetta víti er að nokkru leyti frábrugðið því helvíti sem kristnir menn sjá heist fyrir sér. Þarna er engan hreins- unareld og engar píslir að finna og djöfullinn er þar hvergi sjáanlegur að því er virðist. Einar leggur áherslu á að þeir sem hafa lent á vansælusviðinu geti komist þaðan fyrir til- verknað góðra afla. 1 erindinu „Mikilvægasta málið í heimi“ segir hann að spíritisminn hafi komist að því /.. . / að hvenær sem mannssálin vill hverfa frá synd- inni, vill fara að lifa í samræmi við það guðdómlega eðli, sem hún hefir í raun og veru, þá eru máttug og góð öfl ávallt þess albúin að lyfta henni upp. Það er eðlilega þeim mun örðugra verk, sem hún er lengra komin í því illa. En „það er fögnuður himnaríkis að vera stöðugt að tæma helvíti“, segir Júlía í einu af bréfum sínum.27> Júlía er framliðinn heimildarmaður um lífið eftir dauð- ann. 1 lýsingunni hér að framan á vansælusviðinu eða helvíti er minnst á astralsviðið. Það er næsta svið fyrir ofan van-

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.