Morgunn


Morgunn - 01.06.1984, Page 62

Morgunn - 01.06.1984, Page 62
60 MOIIGUNN Fyrir ofan Sumarlandið taka önnur svið ljósheima við. Þau eru óendanlega mörg að Hkindum. Oss skilst svo sem lífið þar sé enn andlegra. Lýsing- arnar frá þeim sviðum eru litlar og ógreinilegar, enda fullyrt, að oss verði lítið gert skiljanlegt um lífið þar; það sé ólíkt jarðlífinu. Einhvers staðar uppi í þeim hæðum er oss sagt að Jesús Kristur hafi aðsetur sitt. En á „Sumarland- inu“ verða menn hans stundum varir, fá beinlínis að sjá hann, og jafnvel fullyrt, að hann geti stundum birzt á neðri sviðum. Stundum eru menn í því skyni fluttir upp á æðra svið, stundum kemur hann sjálfur niður á ,,Sumarlandið“.32) Þetta eru í stuttu máli hugmyndir Einars H. Kvaran um lífið eftir dauðann. 1 útvarpserindi frá árinu 1934 víkur Einar að því hvað honum hafi þótt mest um vert að kæmist til skila af hans eigin hugsunum. Þar kemur greinilega fram, að spíritism- inn og kynni Einars af sálarrannsóknum, hafa haft mikil áhrif á alla hugsun hans. Er við hæfi að ljúka þessari ritgerð um áhrif spíritisma og sálarrannsókna á lífsskoðun Einars, með eftirfarandi tilvitnun: Síðan er ég fékk nokkura ákveðna lífsskoðun, hefir hún legið mér í miklu rúmi. Mér hefir fundist það skipta svo miklu máli að komast til viðurkenningar á því, að við höfum ekki sálir, heldur erum sálir þeg- ar í þessu lífi, og höfum jarðneskan Hkama. Það er afar mikils vert um þessa líkama okkar. Það er mikils vert um húsin okkar, að þau séu hiý og björt og þægi- leg. En úr húsunum eigum við að fara, og það er meira vert um okkur sjálfa. Það er líka meira vert

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.