Morgunn


Morgunn - 01.06.1984, Side 70

Morgunn - 01.06.1984, Side 70
68 MOKGUNN vegg konungsins. E. t. v. eru engin rit eins þrungin af sög- um um sálræn fyrirbrigði og Gamla testamentið, nema ef vera skyldi guðspjöllinn og Postulasagan, að ógleymdri Opinberunarbókinni. f öllum trúarbrögðum kemur það fyrir, að mörkin verða óglögg milli hins sálræna og heimspekilegra sanninda. T. d. er tilgangur margra frásagna hins gamla sáttmála, að fela, eða opinbera, andleg sannindi með líkingamáli og goð- sögnum. En í öllu þessu leynast djúp, sem enginn kannar nema dulsinninn, og spíritísk fyrirbrigði, sem enginn getur túlkað nema sá, sem sálrænum heifileikum er búinn. Þess vegna voru hvorir tveggja til í gyðingdómi, dulsinnar, Hasidistarnir og sálrænir menn, Kabbalistar. Til gyðing- dóms teljast nú 15 milljónir manna og þeir vegsama dul- sinna og spíritista Gyðingdómsins fyrir það ljós, sem þeir hafa verpað á veg trúarinnar. Kristnir menn trúa þvi, að spámenn Gyðinga hafi talað fyrir munn Guðs. í helgiritum kristinna manna er því haldið fram um a. m. k. þrjá þeirra. Elía, Móse og Samúel, að eftir dauðann hafi þeir komið aftur til að sýna sig jarðneskum mönnum.Engin trúarbrögð eru eins eindregin andatrú — spiritismi — og kristindómurinn. En kristnum mönnum mörgum líkar ekki þetta nafn, og sumar deildir kristninnar, eins og rómv. kaþólskir menn, trúa þvi, að samband við framliðna sé verk djöfulsins. Kaþólska kirkj- an fordæmir sambandstilraunir spíritista, „jafnvei þótt samband við Satan sé útilokað og sambands sé leitað við góða anda aðeins“. En engu að síður rennur sálrænn straumur gegn um allt helgisiðakerfi kristninnar. Á það er minnt, að Kristur hafi dáið og risið upp frá dauðum. Að hann hafi birst Maríu og postulunum. Að hann hafi stigið upp til himna og lofað að koma aftur til jarðarinnar. Máttugasti boð- beri kristinnar trúar um löndin var maður, sem orðið hafði fyrir stórfelidri sáirænni reynslu fyrir hiiðum Damaskus- borgar. Einn af máttugustu hornsteinum kristinnar kirkju

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.