Morgunn


Morgunn - 01.06.1993, Side 30

Morgunn - 01.06.1993, Side 30
MORGUNN andlegan veruleika, eitthvað óháð efninu. í þessum andlega veruleika felist frumtilvera mín, hún sé sköpuð af einhverju sem ég kalla Almætti. Þaðan komi ég og þangað stefni ég aftur. Frá þessari frumtilveru, sem gjarnan má líkja við frummyndaheim Platóns að einhverju marki, stjórnast í raun megintilgangur og meginstefnumið þess sem ég fæst við í efnisheiminum. Ég hef samþykkt að meðtaka einhverskonar blekkingarhulu sem útilokar eða skyggir á minningar mínar um frumtilveruna. Þar með hef ég samþykkt tvískiptingu sálar og líkama og meðtekið að takast á við þolraunina sem felst í átökum veraldarhyggju og hins andlega uppruna. Ég stend frammi fyrir þeirri áhættu að láta blekkjast af efnisheiminum og verða gagn- tekinn af heimsmynd hans og stjórnast af gildismati hans. Ég hef samþykkt að ganga í gegnum þessa reynslu sem er líf mitt nú til þess að öðlast þroska. Ég valdi sjálfur persónur og leikendur í kringum mig, sem og leiksviðið. Ég einn er ábyrgur fyrir þessum aðstæðum sem og breytni minni í lífinu. Geri ég mistök þá er mér einum að mæta því ég hef samþykkt að taka þátt í þessum þroskaleik og í næstu umferð eða umferðum bæti ég fyrir þau mistök sem mér hafa orðið á, hvort sem þau eru gerð á annars hlut eða sjálfs mín. Þetta hef ég gert mörgum sinnum áður og á eftir að gera oft aftur þar til ég hef öðlast fullnaðarþroska í leit minni að sameiningu við almættið á nýjan leik. Til- gangurinn með þessum leik er að auka á viskubrunn al- heimsins sem í er ausið úr óendanlegum möguleikum fyrirbæranna í alheiminum. Markmiðið er að ná stigi væntingalauss kærleiks, sem ég get mér til að verði best náð með því að koma fram við náungann eins og sjálfan mig að allri eigingirni slepptri, því annars væri kær- leikurinn skilyrðum háður. Með því að ganga í gegnum þennan feril á ég í vændum að öðlast algleymisástand eða alsælu, sem ég trúi að sé til, vegna þess að í hamingju-

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.