Morgunn


Morgunn - 01.06.1993, Blaðsíða 30

Morgunn - 01.06.1993, Blaðsíða 30
MORGUNN andlegan veruleika, eitthvað óháð efninu. í þessum andlega veruleika felist frumtilvera mín, hún sé sköpuð af einhverju sem ég kalla Almætti. Þaðan komi ég og þangað stefni ég aftur. Frá þessari frumtilveru, sem gjarnan má líkja við frummyndaheim Platóns að einhverju marki, stjórnast í raun megintilgangur og meginstefnumið þess sem ég fæst við í efnisheiminum. Ég hef samþykkt að meðtaka einhverskonar blekkingarhulu sem útilokar eða skyggir á minningar mínar um frumtilveruna. Þar með hef ég samþykkt tvískiptingu sálar og líkama og meðtekið að takast á við þolraunina sem felst í átökum veraldarhyggju og hins andlega uppruna. Ég stend frammi fyrir þeirri áhættu að láta blekkjast af efnisheiminum og verða gagn- tekinn af heimsmynd hans og stjórnast af gildismati hans. Ég hef samþykkt að ganga í gegnum þessa reynslu sem er líf mitt nú til þess að öðlast þroska. Ég valdi sjálfur persónur og leikendur í kringum mig, sem og leiksviðið. Ég einn er ábyrgur fyrir þessum aðstæðum sem og breytni minni í lífinu. Geri ég mistök þá er mér einum að mæta því ég hef samþykkt að taka þátt í þessum þroskaleik og í næstu umferð eða umferðum bæti ég fyrir þau mistök sem mér hafa orðið á, hvort sem þau eru gerð á annars hlut eða sjálfs mín. Þetta hef ég gert mörgum sinnum áður og á eftir að gera oft aftur þar til ég hef öðlast fullnaðarþroska í leit minni að sameiningu við almættið á nýjan leik. Til- gangurinn með þessum leik er að auka á viskubrunn al- heimsins sem í er ausið úr óendanlegum möguleikum fyrirbæranna í alheiminum. Markmiðið er að ná stigi væntingalauss kærleiks, sem ég get mér til að verði best náð með því að koma fram við náungann eins og sjálfan mig að allri eigingirni slepptri, því annars væri kær- leikurinn skilyrðum háður. Með því að ganga í gegnum þennan feril á ég í vændum að öðlast algleymisástand eða alsælu, sem ég trúi að sé til, vegna þess að í hamingju-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.