Morgunn


Morgunn - 01.06.1993, Page 94

Morgunn - 01.06.1993, Page 94
MORGUNN félagsmaður sé meðvitaður um sína eiginleika og þau já- kvæðu áhrif sem hann getur haft á sjálfan sig og umhverfi sitt. Hlýtt handtak, örvandi bros, hvatning, tillitssemi og glaðværð eru allt eiginleikar, sem hver og einn getur rækt- að með sér daglega. Við skulum forðast freka og hávaða- sama einstaklinga því þeir angra sálina. Verum því eins og sólin í eigin heimi og verum glaðvær og hamingjusöm. I framtíðinni sé ég félagið stefna á breiðari svið sálarrannsókna með aukinni áherslu á námskeið og þjálfun einstaklinganna. Við eigum mikið af hæfileikaríku fólki á hinum ýmsu sviðum sem við þurfum að virkja til starfa til að mæta aukinni þörf félagsmanna. Með þessu minnkar þörfin á erlendum miðlum. Umræðufundir og fræðsla um spíritisma er einnig nauðsynlegur þáttur í starfseminni. Aukin símaþjónusta við félagsmenn er einnig á dagskrá. Þann 31. október sl. gekkst félagið fyrir fyrir- bœnamessu í samráði við Fríkirkjusöfnuðinn og var kirkja safnaðarins fullsetin - 400 manns. Séra Sigurður Haukur Guðjónsson prédikaði og séra Cecil Haraldsson þjónaði fyrir altari. Huglæknar tóku þátt í guðsþjónustunni og mun það vera í fyrsta skipti sem það er gert. Alls komu um 100 manns til þess að fá fyrirbæn og handayfir- lagningu. Þetta er nýr þáttur í stafseminni og sannar hina miklu þörf fólksins fyrir að finna sinn guð á persónulegan hátt, finna frið og lausn á sínum vandamálum. Við erum þakklát séra Cecil Haraldssyni fyrir frábærar móttökur og stjórn safnaðarins fyrir að gefa félaginu þetta tækifæri. Þrátt fyrir miklar framkvæmdir á árinu til hagræðis og bættrar nýtingar á húsnæði félagsins stendur stjórn félagsins enn frammi fyrir talsverðum vandræðum með að koma öllu fyrir svo að vel megi vera. Að gefnu tilefni skal 92

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.