Sjómaðurinn - 01.10.1939, Side 15
SJÓMAÐURINN
9
SJÓRÁN
í stríðinu 1807-1814
AÐ var reglulega heitur og mildur hásumar-
dagur það herrans ár 1808. Júlí var kom-
inn með miklum hitum, en hingað lil hafði ver-
ið dálítil gola, svo að hitinn varð ekki eins ó-
þægilegur.
En nú hafði gert blæjalogn, og stór, enskur
kaupskipafloti, sem var á leið til Eystrasalts-
hafnanna, hafði vegna lognsins orðið að varpa
akkerum í Ivattegat, rélt hjá Sámsey. Skipa-
flotinn var um 10 kaupskip, undir vernd nokk-
ura alvopnaðra léttisnekkja. Skipunum hafði
verið lagt nokkuð dreift, flest kaupskipin lágu
utar og inni á milli þeirra lágu snekkjurnar.
27. maí þetta sama ár hafði víkingaforinginn
Ole Andersen Steenberg verið gerður að yfir-
manni hátsins „Fortuna V“, frá Kaupmanna-
höfn. Eftir þessa útnefningu sína, hafði hann
ekki hertekið nein skip, en nú hafði hann frétt
af þessum enska skipaflota, sem var á leið aust-
ur, og þegar liann var]>aði þarna akkertum.
hugsaði hann sér gott til glóðarinnar.
„Fortuna V“, sem aðeins var 4 tonn á stærð,
hafði 1 fallbyssu og 13 manna áliöfn, varpaði
akkerum alllangt frá skipaflotanum. Ásamt vini
sinum, kaupmanni og skipstjóra Rasmusi Sö-
rensen frá Besserby á Sámsey, sem þekti sjó-
inn í kringum evna eins og bæjarlækinn lieima
hjá sér, fór Ole Andersen Steenlierg í skijis-
bátinn. Áður hafði mcstur hluti skipshafnar-
innar falið sig undir ábreiðslum i bátnum, —
ekkert grunsamlegt sást. Það var mjög hyggi-
legt af Óla Andersen, að velja sér galíasinn
„Bettv“ sem fórnarlamb. Það lá yzt í flóanum
og það var mjög auðvelt að liertaka það.
Andersen stýrði bátnum að hliðinni á galí-
asnum, sem var 50 tonn að stærð, og fór bar
einn um liorð. Englendinaarnir tóku ágætleaa
á móti honum og hann sagði þeim að hann vildi
gjarnan verzla við þá. Þá grunaði ekki neitt.
Og meðan Ole Andersen var að makka og semia
Við þá, skreið áhöfnin, sem falin var undir
ahreiðslununum í skipnum fram. klifraði án
bess að eftir væri tekið upp skipshliðina og
faldi sig undir borðstokknum. Þegar merki var
gefið, þustu þeir allir fram og liáru á auga<-
bragði skipshöfnina, sem hæði var undrandi og
óviðbúin, alveg ofurliði. Þetta gerðist alt svo
fljótt. Eftir augnablik voru allir rækilega bundn-
ir og læstir inni niðri í skipinu. Nú skeði all
i einni svipan. Það var liöggvið á akkerisfest-
ina. 10 menn fóru aftur í skipsbátinn og fóru
að draga „Betty“ i áttina til lands. Ole Ander-
sen, sem lengi hafði horft út að hafsbrún, tók
eftir því að sjórinn gáraðist yzt við sjóndeild-
arhringinn, liann var að koma á austan. í flýti
skipaði hann að draga upp segl. Bátnum mið-
aði liægt til lands, en nú fyrst tóku hin skip-
in i flotanum eftir því, að það vaT eins og
„Bettv“ væri að læðast til lands. Það var næst-
um búið að draga upp öll segl á „Betty“, þeg-
ar léttisnekkjurnar fóru að draga upp segl og
skjóta á galíasinn, til þess að eyðileggja hann.
En þar hafði verið tekið eftir hinni vaxandi
austanátt og hún notuð eins og hægt var.
Snekkjan, sem lá næst „Betty“ byrjaði að
skjóta, en árangurinn varð ekki meiri en að
kúla fór í gegnum fokkuna. Vindurinn fylti
seglin og Rasmus Sörensen, sem stýrði skips-
bátnum, gat af kunnugleika sínum komið „Bet-
ty“ þangð, sem dýpið var svo lítið, að ensku
snekkjurnar flutu ekki, og þar sem þeir höfðu
vigin* á Sámsey sér til varnar. Snekkjurnar
urðu að hætta við eftirförina, þær notuðu hinn
hagstæða byr, stefndu í suður og töldu „Betty“
tapað skip.
Þetta hernám Ole Andersens var mjög ein-
lcennandi fyjrir þessa tíma og sý)udi ljóslega
livers konar menn það voru, sem gerðu sér lier-
nám skipa að atvinnu. Það var um að gera, að
vera nógu úrræðagóður og snarráður og grípa
tækifærið á réttum tíma. Og svo var eins og
hamingjan brosti við þessum hugrökku víkinga-
foringjum.
En af „Bettv“ er það að segja, að seinna var
farið með liana til Aarhus, þar sem skipið var
dæmt upptækt og uppboð haldið á farminum.
10. október var uppboðið haldið. Þar voru
seldir 30 kassar af svkri frá Havana, 40 föt af
sykri frá St. Croix. 140 sekkir og 20 föt af kaffi
frá Brasilíu, og 10 skpd. af þurkuðum saltfiski.
Ágóðinn varð alls 30000 rikisdalir. Bæði yfir-
menn og hásetar, sem i áhlaupinu voru, fengu
sinn bróðurpart og eigendur bátsins „Fortuna
V“ fengu sinna útliorgaða 1000 rikisdali fyrir
hverja 100, sem þeir höfðu lagt i skipið. 1809
var „Fortuna V“ seld fyrir 365 rikisdali, en það
var mikið fé fyrir svo lítinn bát. Þetta voru