Sjómaðurinn - 01.11.1941, Page 20
14
S JÓMAÐURINN
Minni norskra flóttamanna 17. maí 1941.
Enn er líf í æðum þínum,
ítra norska þjóð.
Enn var för þín frækilegust
frammi á Hildar-slóð.
Eins og fyr, þótt yfir dynji
óstöðvandi fár,
böðlum þínum blasir móti
bros, en ekki tár.
Aldan, sem á sundum þínum
svellur þennan dag,
syngur sínum sæfarendum
sigurvonalag.
Þó að heimahöfnurn fjærri
hrekist þeirra fley,
fer þar lið, sem lifir sínu
lífi og hregzt þér ei.
Undir glæstum friðarfána
fórst þú eigin stig.
Engin þjóð í öllum heimi
átti sök við þig.
Samt var land þitt orðið orpið
óvígs fjandaliðs,
fávíss múgs, er forsjá lýtur
fégjarns vopnasmiðs.
Þó að fjandafætur saurgi
fagra landið þitt,
býður sól þess börnum sínum
bezta skinið sitt.
Hver sú dögg> sem drýpur yfir
dala þinna stig,
er af himins augum fallin
aðeins fyrir þig.
Yfir þessum þrautadögum
þínum Ijómar enn
minning björt um fólksins fremstu
fyrri tíðar menn.
Saga þeirra hug þinn helgar
hetju þeirrar dyggð,
sem er fús að fórna lífi
fyrir sína byggð
Vaska þjóð, um heimsins hálfur
hljómar skærst í dag
norskrar tungu töfrum slegið
tímans göngulag.
Upp af þúsund ára gröfum
ættargöfgi þín
rís að heimta úr heljargreipum
heimalöndin sín.
Pétur Beinteinsson,
frá Grafardal.