Sjómaðurinn - 01.11.1941, Side 40
34
SJÖMAÐURINN
DEYR FE DEYJA FRÆNDUR
— EN ORÐSTÍR DEYR ALDREGI
o iÐAN SlÐASTA HEFTI Sjómannsins kom út
höfum við Islendingar misst tvö skip, flutn-
ingaskipið „Heklu“ og línuveiðarann „Jarlinn“.
„Hekla" var skotin í kaf með tundurskeyti 29.
júní s.l., eða tveimur dögum eftir að það lagði af
stað héðan frá Reykjavík áleiðis til Ameríku. 14
menn frórust með skipinu, en 6 komust lífs af.
Þessir menn fórust:
Einar Kristjánsson, skipstjóri, Reynimel 44, f.
23. des. 1895. Kvæntur og átti 1 barn.
Kristján Bjarnason, 1. stýrimaður, Hrefnugötu
3, f. 3. jan. 1902. Kvæntur.
Jón H. Kristjánsson, 2. stýrimaður, Framnesvegi
56, f. 13. sept. 1911. Ókvæntur.
Jón Erlendsson, 2. vélstjóri, Karlagötu 21, f. 25.
apríl 1908. Kvæntur og átti 1 barn.
Ásbjörn Ragnar Ásbjörnsson, aðstoðarvélstjóri,
Brekkustíg 6 A, f. 19. jan. 1917. Ókvæntur.
Sveinbjörn Ársælsson, loftskeytamaður, Lauga-
vegi 137, f. 5. okt. 1915. Ókvæntur.
Karl Þ. Guðmundsson, kyndari, Eskifirði, f. 24.
janúar 1922.
Matthías Rögnvaldsson, kyndari, Iljalteyri, f. 1.
sept. 1915.
Sverrir Símonarson, lempari, IJoltsgötu 12, f. 27.
sept. 1921.
Hafliði Ólafsson, háseti, Freyjugötu 35, f. 5. mai
1894. Kvæntur og átti 1 barn.
Bjarni Þcrvarðsson, háseti, Vesturgötu 38, f. 1.
júlí 1916. Kvæntur og átti 1 barn.
Haraldur Sveinsson, háseti, Ránargötu 6, f. 30.
okt. 1907. Kvæntur.
Sigurður Eiríksson Þórarinsson, háseti, Mána-
götu 21, f. 7. nóv. 1915. Kvæntur, barnlaus.
Viggó Þorgilsson, liáseti, Ilringbraut 132, f. 2.
marz 1919. ókvæntur.
Flutningaskipið „Helda“ var eign li.f. „Kveld-
úlfs“ og var 1215 rúml. að stærð.
„Jarlinn“ fór frá Englandi 3. september s.I. og
síðan hefur ekkert til lians spurzt. Með skipinu
fórust eftirtaldir 11 menn:
Jóhannes Jónsson, skipstjóri, Öldugötu 4,
Reykjavík. Fæddur 22. apríl 1877. Ókvæntur.
Guðmundur Matthíasson Thordarson, stýrimað-
ur. Búsettur í Kaupmannahöfn, en var staddur í
Englandi, þegar Danmörk var hertekin. Fæddur í
Reykjavík 26. janúar 1904. Kvæntur og lætur eftir
sig 1 barn.
Eyjólfur Björnsson, 1. vélstjóri, óðalsbóndi í
Laxnesi í Mosfellssveil, f. 23. febr. 1883. Kvæntur
og átti 3 börn.
Jóhann Sigurjónsson, 2. vélstjóri, Siglufirði. F.
12. febr. 1897. Kvæntur. Átti 2 börn og 1 fóstur-
barn.
Sigurður Gíslason, kyndari, Óðinsgötu 16, Rvík.
F. 21. jan. 1915. Ekkjumaður. Átti 2 börn.
Dúi Guðmundsson, kyndari, Siglufirði. F. 4. febr.
1901. Ókvæntur. Átli 1 barn og aldraða foreldra.
Halldór Björnsson, matsveinn, Ingólfsstræti 21,
Rvík. F. 13. ágúst 1911. Ókvæntur.
Konráð Ásgeirsson, liáseti, Bolungavík. F. 22.
júlí 1912. Ókvæntur.
Ragnar Guðmundsson, háseti, Gufá, Mýrasýslu.
F. 13. ágúst 1911. Ókvæntur.
Sveinbjörn Jóelsson, háseli, Skólavörðustig 15,
Rvík. F. 23. nóv. 1923. Ókvæntur.
Theódór Óskarsson, háseti, Ingólfsstr. 21, Rvík.
F. 2. febr. 1918. Ókvæntur.
Blessuð sé minning þeirra.