Bankablaðið - 01.12.1964, Qupperneq 8

Bankablaðið - 01.12.1964, Qupperneq 8
í sumar í íyrsta skipti gerfi tilraun með laugardagslokun í bönkunum. Hafa ílestir bankanna haldið þetta samkomulag, en nokkrir hafa farið inn á þá braut að hafa aðalbankann opinn og útibúin lokuð eða öfugt. Tilraun þessi er fyrst og fremst gerð í reynsluskini, en norskir bankamenn gera sér góðar vonir með hana. Fimmtudaginn 2.3. apríl fengu þátttak- endurnir tilsögn í eitirfarandi efnum: 1) Les- og námshringir í starfsmannafé- lögum. 2) Trúnaðarmaður starfsmanna, verk- efni, réttindi og skyldur. 3) Ræðumennska og rökræður. 4) Starfshættir launþegafélaga. 5) Lög um vinnudeilur. Fór kennsla í þessum efnum fram í flokk- unum, sem áður eru nefndir, þannig að hver flokkur ræddi viðfangsefnið við leiðbeinand- ann, sem útskýrði það, sem þörf var á og gaf ábendingar og ráð. Föstudaginn 24. apríl flutti Sigurd Mor- tensen, statistiksjef, fyrirlestur, sem hann nefndi „Statistisk data i forbindelse med lyinsoppgjpr". Jafn leiðinlegar og þurrar tölur eru í upplestri tókst Mortensen að flytja mál sitt á svo skemmtilegan hátt, að engum kom blundur á brá í þá rösku tvo tíma, sem fyrirlesturinn stóð. Útskýrði Mor- tensen efni bæklings nokkurs, sem gefinn var út af norska fjármálaráðuneytinu og nefnist „Statistiske meld. nr. 66. Om gjen- uomf0ringen av nasjonalbudsjettet 1964.“ Sama dag var haldinn mjög líl'legur hring- borðsfundur um menntun bankastarfs- manna nteð tilliti til þróunarinnar innan bankakerfisins. Tóku Jjátt í umræðunum fyrir bankanna hönd framkvæmdastjórarnir Helgi Asdahl og Leif Grimsvang, en fyrir N.B.F. Thor- björn Bilden og R. O. Hansen. Odd Martin- sen ritstj. N.B.F. stjórnaði umræðum. Báðir aðilar voru sammála um að starfsmenn bankanna þörfnuðust meiri menntunar og að slíkt yrði að gerast með samvinnu bank- anna og samtaka starfsmanna, — að með betri og víðtækari menntun starfsmanna sinna gætu bankarnir staðið betur við marg- vísleg Jjjónustustörf sín. Þá mundi aukin menntun stuðla að viðurkenningu á banka- störfum sent sérgrein. Að morgni laugardags 24. apríl, sem var síðasti dagur námskeiðsins fengu flokkarn- ir fimm það verkefni, að endurskoða tilliig- ur Jjessar og gera á jieim breytingar, eins og samkomulag varð um í hverjum flokki. Þeg- ar Jjví var lokið konm flokkarnir saman í fyrirlestrarsalnum og lögðu fram kröfur sín- ar. Voru síðan valdir úr hópi Jjátttakenda 6 bankastjórar, sem Odd Martinsen hafði orð fyrir og 5 samningamenn N.B.F., sem Thor- björn Bilden hafði orð fyrir. Eftir hádegi Jjegar samningsaðilar höfðu athuga hver í sínu lagi framkomnar kröfur, gengu Jjeir til samningaborðs. Afar illa gekk að finna nokkurn samkomulagsgrundvöll, Jjví banka- stjórarnir voru lílt til samninga fúsir og sáu hvergi ástæðu til að bæta kjör bankamanna. Var sótzt og varizt af miklu kappi i eina 2 tíma og hljóp mönnum greinilega kapp í kinn; en áheyrendur höfðu hina mestu ánægju af öllu saman. Var fundur Jjessi eftir- minnilegur og verðugur endir á námskeiði Jjessu, sem var í hverju einasta atriði öllum forvígismönnum Jjess til hins mesta sóma. Kl. 19.00 á laugardagskvöld hófst svo veglegt kveðjuhóf, setn stóð fram til kl. 1.30 um nóttina, en Jjá tóku flestir [játttakendur lest til Osló, Jjar sem leiðir skildu og hver hélt til síns heima, stórum fróðari og Jjar að auki með gildan sjóð góðra minninga um dvölina í Ustaoset dagana 19.—25. apríl 1964. 6 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.