Bankablaðið - 01.12.1964, Síða 13

Bankablaðið - 01.12.1964, Síða 13
INGÓLFIJR T ORSTEINSSON: AlþjóSlegi sumarskóli bankamanna 1963 Hinn 16. alþjóðlegi sumarskóli banka- manna var haldinn í Semmering í Austur- ríki dagana 14. lil 28. september s. 1. Var skólinn að þessu sinni haldinn á vegtim austurríska bankasambandsins, Verband Österreichischer Bnaken und Bankiers. Var skijndag allt með ágætum undir stjórn dr. Helmut H. Haschek, og fór bankamanna- mót þetta vel fram, þar sem bankamenn úr 49 löndum hittust og gátu borið saman og rætt um hin ýmsu áhugamál sín. Af hálfu íslenzkra bankamanna sóttu sumarskólann að þessu sinni þeir Ingólfur Þorsteinsson frá Landsbankanum og Matthías Guð- mundsson frá Útvegsbankanum. Sennnering er lítið fjallaþorjr, um 100 km fyrir sunnan Wien. Stendur það í 900 til 1050 metra hæð yíir sjávarmáli og er þar mjög fagurt umhverfi, svo sem vænta má í hinum rómuðu Alpafjöllum. Sam- nefnt fjallaskarð hefur frá lörnu fari skilið milli Niederösterreich og Steiermark, og hefur öldum saman verið mikil umferð um stað þennan, því að þegar á 12. öld var lagður vegur um skarðið. Hinn eiginlegi Semmeringvegur var lagður árið 1728 að frumkvæði Karls VI. keisara hins heilaga þýzk-rómverska ríkis. Hefur hann að sjálf- sögðu verið mjög endurbættur og er nú ak- fær allt árið. Á árunum 1848—1854 var lögð fjallajárnbraut um þennan stað, er þá þótti rnikið afrek, enda var það ein fyrsta stóra fjallabrautin, sem byggð var. Liggur hún í gegnum 15 jarðgöng á þessum slóðum. Sent- rnering er nú mjög fjölsóttur hvíldar- og skemmtistaður, bæði sumar sem vetur, enda er loftslagið heilnæmt, og umhverfið býður til margháttaðra gönguferða um skógarstíga og ujjjj um fjöll. Á vetrum er þarna tilval- in skíðajraradís. Bankamannaskólinn var haldinn í allglæsi- legu hóteli, Grand Hotel Panhans, er rúm- aði auðveldlega allan hópinn, um 250 þátt- takendur auk fyrirlesara, námssveitarstjóra og annarra starfsmanna skólans. Svo sent venja er um skijndag skólans, voru fyrirlestr- ar allir fluttir lyrir þátttakendur í aðalsal hússins, en síðar fóru fram umræður um efni fyrirlestursins í hinum ýmsu náms- sveitum. Skólinn var settur með ræðu, sem Erich Miksch, lorseti austurríska banka- sambandsins, hélt á þýzku, en annars voru fyrirlestrarnir fluttir á ensku. Voru alls fluttir 10 lyrirlestrar á mótinu um banka- lræðileg efni. og voru Jæir fluttir al vel fær- um sérfræðingum frá ýmsum löndum. Aðal- viðfangsefni mótsins var „Commercial Banks in Relation to Medium- and Long- Term Gredit." Svo sem flestum bankamönn- um má Ijóst vera, er hér um veigamikið efni að ræða, sem snertir allmjög starfsgrund- völl banka um heim allan, og urðu því um- ræður og fyrirspurnir nokkuð fjörugar í námssveitunum, er efni fyrirlestranna var síðar tekið til nánari umræðu. Efni fyrirlestranna og fyrirlesarar voru sem hér segir: 1. The Origin of Modern Banking (Dr. Eduard Karlik, aðalbankastjóri Öster- reichische Kontrolbank A/G). 2. Gommercial Banks in Relation to Me- dium- and Long-Term Credit (Dr. BANKABLAÐIÐ 11

x

Bankablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.