Bankablaðið - 01.12.1964, Qupperneq 16

Bankablaðið - 01.12.1964, Qupperneq 16
0,0207 gr. aC skíru gulli, og er þannig aðeins um 5% af verðgildi þeirrar krónu, sem til var fyrir 1914, en gullgildi hennar var 0.403 gr. af skíru gulli. Hefur þessi þróun á minnkandi verðgildi íslenzkrar krónu þó verið hvað örust á síðastliðnum 20 árum. Erlendur gjaldmiðill hefur svo sem kunn- ugt er einnig rýrnað að verðgildi á Jtessum tíma, miðað við gull. Er það þó allmisjafnt eftir löndum. Sá erlendur gjaldmiðill, sem í dag hefur mest verðgildi miðað við gull, er svissneskur franki með um 70% af gull- verði. Þýzka markið er nú um 02% af gull- verði, og franski frankinn liefur nokkurn veginn jafn háa prósentutölu, svo að hlut- l'allið milli þessara gjaldmiðla er nú hér um bil það sama og áður var milli gull- franka og gullmarks. Bandaríkjadollari er um 59% af gildi gulldollars, sænska krónan er um 42% af gullgildi og enska pundið um 34% af gtillgildi. Annar gjaldntiðill hefur fallið enn meir í verði. Einn af fyrirlesur- um bankamannaskólans, dr. Otto Veit, hef- ur í bók sinní „Der Wert unseres Geldes“ gert ýtarlega grein fyrir þessari þróun á þverrandi verðgildi peninga, og bent á nauð- syn Jjess, að sem flestar þjóðir gætu tekið upp gjaldmiðil í gulli, svo sem var l'yrir 1914. Höfundurinn getur þess í nefndri bók, að fyrir svo sem 10 árum hafi það verið talið merki um andlega vanheilsu, að minnast á það, að taka altur upp gjaldmiðil í gulli, svo vandlega sem hugmynd þessi sé fyrir löngu grafin. En nú á dögum horfi málið öðruvísi við, og ýmsir þekktir bankamenn og hagfræðingar hallisl nú mjög að þessari kenningu. Það eru margir faktorar, sem eru veigamiklir varðandi niðurstöðuna, og við 14 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.