Bankablaðið - 01.12.1964, Blaðsíða 38
Firmnkeppnin í skák fór fram í ársbyrj-
un og lauk henni á þann veg, að í A-flokki
sigraði Útvegsbankinn glæsilega og er það
í annað sinn, sem Útvegsbankamenn fara
með sigur af hólmi í keppninni. Einnig
unnu þeir hraðskákskeppnina með miklum
yfirburðum. Búnaðarbankinn og Lands-
bankinn héldu sínum sætum í A-riðlinum.
Skákkeppni Hreyfils og bnnknmanna.
Hin árlega skákkeppni Taflfélags Hreyf-
ilsmanna og bankamanna fór fram í húsa-
kynnum Starfsmannafélaga Búnaðarbank-
ans og Landsbankans. Keppnin fór að þessu
sinni fram á vegum bankamanna og bauð
formaður S. í. B., Sigurður Örn Einarsson,
alla velkomna til ke|tpni, sem hófst nteð
sameiginlegu broðhaldi. Undir borðum var
skipzt á gjöfum og þakkir fram færðar af
báðum aðilum. Ke]tpt var síðan í Lands-
bankum á 30 borðum og lauk keppninni
með sigri bankamanna, 19:11 vinningar.
Keppt er um veglegan silfurbikar, sent
bankamenn hafa unnið 4 sinnum, en Hreyf-
ilsntenn 2 sinnum.
O ly mpiu-ská k m ótið.
Á nýloknu Ólympíu-skákmóti sigruðu ís-
lendingar í C-flokki nteð nokkrum yfir-
burðum. í sveitinni voru þrír bankamenn:
Björn Þorsteinsson, Útvegsbankanum, Jón
Kristinsson og Bragi Kristjánsson, báðir í
Búnaðarbankanum.
Skákmót Lnndsbankn fslands var háð í
nóvember og desentber 1963. Fyrirkomulag
mótsins var með nokkrum öðrurn hætti en
áður hafði tíðkast. Teflt var í tveim flokk-
um, A og B. Sex hinir efstu frá árinu áður
tefldu í A-riðli en hinir í B-riðli.
Efstur í A-riðli varð Hilmar Viggósson
og þar með skákmeistari Landsbankans.
Hlaut Hilmar 7 vinninga af 10 möguleg-
um. Tók Hilmar forustuna strax í upphafi
og virtist ætla að verða langefstur. En þeg-
ar leið á mótið hægði hann nokkuð á ferð-
inni, þannig að hálfur vinningur skildi á
milli hans og Jóhanns Sigurjónssonar sem
hlaut 614 vinning. í þriðja sæti varð Helgi
Guðmundsson með 6 vinninga og hefði
hann átt ntikla möguleika á efsta sæti ef
hann hefði haft meiri keppnishörku. En
Helgi virtist nokkuð fús til að deila vinn-
ingnum með andstæðing sínum á lítt tefld-
ar og jafnvel unnar stöður. í fjórða sæti
varð Grétar Sigurðsson nteð 5 vinninga.
Grétar tefldi traust og örugglega og var vel
að sínu kominn. í fimmta sæti varð Jón
Ólafsson og loks llólmsteinn Steingríms-
son.
í B-riðli sigraði Karl Hallbjörnsson, hlaut
4 \/o vinning ttf 5.
Strax eftir bankamótið fór fram hiti ár-
lega keppni milli Búnaðarbankans og
Landsbankans, og var teflt á 12 borðum.
Búnaðarbankinn hefttr verið sigursæll síð-
ustu árin, en nú höfðu Landsbankamenn
betur, hlutu 7 vinninga gegn 5, og rak þar
á stniðshöggið Hilmar Viggósson með snot-
ttrri vinningsskák gegn Jóni Kristinssyni á
I. borði.
36 BANKABLAÐIÐ