Útvarpstíðindi - 01.11.1953, Page 6

Útvarpstíðindi - 01.11.1953, Page 6
Jólaleikritið í ár Matthías Jochumsson BRANDUR eftir HENRIK IBSEN í þýðingu Matthíasar Jochumssonar Jólaleikritið í ár er ekki valið af verri endanum, því nú hefur orðið fyrir val- inu eitt af öndvegisverkum norskra bók- mennta: Brandur, eftir skáldjöfurinn (Henrjik Ibsen, í þýðingu MaRúhíasar Jochumssonar. Leikrit þetta hefur aldrei verið flutt á íslandi í heild, en kaflar úr því voru fluttir í útvarpinu fyrir nokkr- i um árum. Hlutverkaskipun mun ekki enn að fullu ráðin, en leikstjóri verður Þorsteinn Ö. Stephensen. Norska skáldið Henrik Ibsen — eitt stórbrotnasta leikritaskáld allra alda — var fæddur árið 1828 og dó árið 1906. Faðir hans var kaupmaður, en varð gjaldþrota, og lifði fjölskylda hans við knappan kost í smábænum Grimstad, þar sem Henrik hóf lyfjafræðinám og vann um nokkurt skeið sem lyfjasveinn. En hugur hans stefndi hærra, og jafnframt vinnu sinni las hann undir stúdents- próf. Hann byrjaði snemma að skrifa leikrit, og árið 1863 skrifar hann hið fræga sögulega leikrit sitt „Konungsefn- in“, og með því skipar hann sér sess sem fremsta leikritaskáld Norðmanna- En beiskja erfiðra uppvaxtarára og and- staða gegn norskri innanlandspólitík settu svip sinn á skáldverk Ibsens, og árið 1864 fer hann til Rómaborgar og dvelst erlendis í nær því samfelld 27 ár. Ibsen harmaði það mjög, að Norðmenn skyldu ekki veita Dönum lið í styrjöld þeirra við Svía. Og Brandur, sem hann skrifar árið 1866, er einskonar uppgjör hans við landa sína. Hin rómantísku skáld þessara ára lýstu Noregi sem „brosandi landi“ hinna löngu sólskinsdaga, en Ibsen aftur á móti sem hrjóstrugu fjallalandi, þar sem sólin skín næsta sjaldan. Fólkið telur hann sinnulaust og jarð- bundið og láti andlausa embættismenn og presta sjá fyrir andlegri og verald- legri velferð sinni, en embættismenn þessir líti einungis á sig sem þjóna ríkis- $ ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/728

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.