Útvarpstíðindi - 01.11.1953, Page 11
KIRKJUÞJÓNNINN
Smásaga eftir W. Somersel Maugham
W. Somerset Maugham
Þetta kvöld hafði farið fram skírnar-
athöfn í St. Péturskirkjunni við Neville
Squere, og Albert Edward Foreman
klæddist enn kirkjuþjónskufli sínum.
Honum var mikil ánægja að klæðast
honum, því að hann var tákn stöðu hans,
og þegar hann var ekki í honum, hafði
hann þá ruglandi tilfinningu að hann
væri ekki fullklæddur. Hann handlék
hann mjög gætilega, pressaði hann og
braut saman sjálfur. Á þeim sextán ár-
um, sem hann hafði verið þjónn í þess-
ari kirkju hafði hann eignast samansafn
af slíkum kuflum, því að honum fannst
hann ekki geta fleygt þeim þegar þeir
voru orðnir útslitnir og nú lágu þeir all-
ir vandlega vafðir inn í brúnan pappír
á skúffubotninum í klæðaskápnum í
svefnherbergi hans.
Kirkjuþjónninn setti málaða trélok-
ið hljóðlega á skírnarfontinn; bar
burtu stól-, sem hafði verið sóttur handa
gamalli konu, og beið þess að sóknar-
presturinn lyki störfum sínum í skrúð-
húsinu, svo að hann gæti lagað þar til og
farið heim. Nú sá hann prestinn ganga
yfir kórgólfið, krjúpa fyrir framan alt-
arið og ganga síðan niður hliðarstúkuna.
Hann var enn klæddur hempunni.
„Hvað er hann að slóra?“ sagði kirkju-
þjónninn við sjálfan sig. „Veit hann ekki
að mig langar í teið mitt.“
Sóknarpresturinn, sem var nýtekinn
við starfinu, var rauðbirkinn, vasklegur
maður á fimmtugsaldri, með nefið
niðri í hvers manns koppi. En Albert
Edward var maður umburðarlyndur.
„Æ, þessi asi á öllu,“ sagði hann. „En
bíðum rólegir, hann lagast með tím-
anum.“
Þegar presturinn var kominn það
nærri, að hann gat ávarpað kirkjuþjón-
inn án þéss að hækka röddina meira en
sæmdi í þessu guðshúsi, nam hann
staðar.
„Foreman, viljið þér koma inn í
skrúðhúsið andartak. Ég þarf að tala
ögn við yður.“
„Sjálfsagt, herra.“
Presturinn beið hans og þeir gengu
samsíða inn kirkjugólfið.
„Mjög góð athöfn, fannst yður ekki?
Skrítið að barnið hætti að gráta þegar
þér tókuð það.“
„Ég hef tekið eftir því, að þau gera
það oft,“ sagði hann og brosti út í ann-
að munnvikið. „Þegar öllu er á botn-
inn hvolft hef ég mjög góða reynslu í
meðferð þeirra.“
Hann var hreykinn af því að hann gat
nærri því alltaf huggað kjökrandi barn,
með því að halda á því. Kirkjuþjónninn
vissi að hann þoldi vel hrós fyrir þenn-
an hæfileika sinn.
ÚTVARPSTÍÐINDI
11