Útvarpstíðindi - 01.11.1953, Síða 14

Útvarpstíðindi - 01.11.1953, Síða 14
um um það að fletta. Hann nam staðar og leit hugsandi í kringum sig. „Ég get ekki verið eini maðurinn, sem geng þessa götu og vantar vindling,“ hugsaði hann. „Ég yrði ekkert hissa þótt maður kæmist vel áfram með litla verzl- un hér. Tóbak og sælgæti, þú skilur.“ Hann tók viðbragð. „Þarna kom hugmyndin. Skrítið hvernig hlutir geta gerzt, þegar maður sízt væntir þess.“ Hann sneri við heim og fékk teið sitt. „Þú ert óvenju þögull í kvöld, Albert,“ sagði konan hans. „Ég er að hugsa,“ svaraði hann. Hann íhugaði málið frá öllum hliðum og daginn eftir gekk hann eftir götunni og fann til allrar hamingju verzlun, sem var til leigu, einmitt við hans hæfi. — Tuttugu og fjórum klukkustundum síð- ar hafði hann tekið hana á leigu, og þeg- ar hann, mánuði síðar, yfirgaf St. Pét- urskirkjuna við Neville Square fyrir fullt og allt, gekk Albert Edward Fore- man inn í viðskiptalífið, sem tóbaks- og blaðasali., Konan hans sagði að þetta væru hræðileg skipti, eftir að hafa verið þjónn í St- Péturskirkjunni, en hann svaraði því til að þau yrðu að fylgjast með tímanum. Kirkjan væri nú orðið ekki svipur hjá sjón, mið- að við fyrri tíma, og héðan í frá ætlaði hann að gjalda keisaranum það, sem keisarans var. Albert Edward vegnaði mjög vel, svo vel að ári síðar fékk hann þá hugmynd að leigja aðra verzlun og ráða mann til að annast hana. Hann leitaði að annarri langri götu, sem enga tóbaksverzlun hafði og þegar hann fann hana og verzl- un til leigu, tók hann hana og birgði af vörum. Þessi varð arðbær líka. Þá sá hann að fyrst að hann gat stjórnað tveim verzlunum gæti hann alveg eins stjórnað hálfri tylft og hann fór að ganga um London. Og í hvert sinn, sem hann fann langa tóbaksverzlunarlausa götu og verzlunarhúsnæði til leigu, tók hann það. Og á tíu árum hafði hann eignazt hvorki meira né minna en tíu verzlanir og græddi á tá og fingri. Á hverjum mánudegi gekk hann á milli þeirra, safnaði saman vikutekjunum og lagði þær á banka. Dag nokkurn þegar hann var að leggja í bankann var honum tilkynnt að banka- stjórinn vildi tala við hann. Honum var vísað inn í skrifstofu og bankastjórinn þrýsti hönd hans. „Ég hefði gjarnan viljað tala við yð- ur, hr. Foreman, um peninga þá, sem þér hafið lagt inn hjá okkur. Vitið þér ná- kvæmlega hve miklir þeir eru?“ „Ég fer mjög nærri um það, herra minn. Það getur skakkað nokkrum pundum.“ „Burtséð frá því, sem þér komið með núna, eru það rúmlega 30.000 pund. Það er mjög mikil innistæða og ég held að þér gerðuð betur ef þér legðuð það í arðvænlegri fyrirtæki.11 „Ég vil ekki hætta á neitt. Ég veit að þeir eru öruggir í bankanum.“ „Þér þurfið engu að kvíða. Við mynd- um festa fé yðar í fullkomlega örugg- um verðbréfum, sem myndu gefa yður hærri vexti en við getum greit.t“ Foreman varð órólegur á svipinn. „Ég hef aldrei fengizt neitt við verðbréf og yrði að fela yður að annast það allt sam- an,“ sagði hann. Bankastjórinn brosti. „Við munum annast það allt. Hið eina, sem þér þurfið 14 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/728

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.