Útvarpstíðindi - 01.11.1953, Page 18
GEORGE GERSHWIN
1898--1937
Það væri ekki óeðlilegt, að fólk héldi
að George Gershwin hefði verið undra-
barn. Og með tilliti til afkasta hans og
afreka á sviði tónlistarinnar, mætti ætla,
að hann hefði verið orðinn herra hljóm-
borðsins og dús við Beethoven og
Brahms þegar á sjöunda árinu.
En því fór fjarri.
í þann tíð er Gershwin þeyttist eins
og eldibrandur á hjólaskautum eftir
götum fæðingarborgar sinnar, Brook-
lin, hafði hann þá bjargföstu trú, að
iðkun tónlistar væri dægrastytting fyr-
ir blautgeðja mömmudrengi — og eini
Wagnerinn, sem hann hafði heyrt getið
um á ævi sinni, var kiðfættur baseball-
leikmaður frá Pittsburgh — sem reynd-
ar hét Hans Wagner.
Kvöld nokkurt álpaðist hann inn í
hljóðfæraverzlun og hann hlustaði á
grammófónsplötu, þar sem Rubinstein
lék „Melody í F.“ en ósköp þótti hon-
um lítið til þess hávaða koma í saman-
burði við öll öskrin og lætin á úrslitaleik
í cricket eða þess háttar — en þegar hann
var níu ára, varð hann þó skotinn í
stelpu vegna þess hve góða söngrödd
hún hafði.
Vafalaust hefur það verið fyrsti vísir
þess að hann ári síðar varð ánauð-
ugur aðdáandi Maxie Rosensweigs
og fiðlunnar hans. — Og skyndilega
missti hann allan áhuga á knattleikjum
og kvenfólki, og arftakar hans urðu
Bach og Grieg, jafnóðum sem Rosen-
sweig kynnti honum stórmeistara tón-
listarinnar og ljóstaði upp fleiri leynd-
ardómum hennar.
Gershwin skynjaði skjótt að honum
lá funi í fingrum, er hann lék á slag-
hörpu í fyrsta sinn, heima hjá einum
vina sinna. Og þegar hann eignaðist
sjálfur slaghörpu, varð að setja ströng
ákvæði um að lokunartími hennar
skyldi vera kl. 11 að kvöldi, til að bjarga
því, sem bjargað yrði af svefnfriði fjöl-
skyldu hans.
Gershwin samdi ýms smálög og
skaut þeim til úrskurðar hæstaréttar
síns og hollvinar í tónlistarmálum, Max-
ie Rosenshweigs — sem tjáði Gershwin
að hann hefði ekki snefil af sköpunar-
gáfu í músik, — úrskurður, sem varla á
sinn líka í rangmati og skammsýni, en
á hinn bóginn varð Gershwin hvatning
og driffjöður til að ná sömu listatökun-
um á slaghörpunni og Rosenshweig á
fiðlunni.
Enginn tónlistarkennari hefur nokkru
sinni haft iðnari og áhugasamari nem-
enda en George Gershwin — sem var
mættur stundu fyrr en kennsla skyldi
hefjast, og þegar hún var hafin, kom
aldrei fyrir að hann liti út á leikvöllinn
18
ÚTVARPSTÍÐINDI