Útvarpstíðindi - 01.11.1953, Qupperneq 21

Útvarpstíðindi - 01.11.1953, Qupperneq 21
HALLA Lestri síðustu útvarpssögu (Minning- um Ely Culbertson) er nú lokið, og lestur nýrrar sögu hafinn. — Hefur Halla, Jóns Trausta orðið fyrir valinu, og er tvímælalaust hægt að spá því hér, að valið á útvarpssögu að þessu sinni muni mælast vel fyrir og ekki sízt fyrir þá sök að eftirlæti íslenzkra út- varpshlustenda, Helgi Hjörvar, flytur söguna. Höllu skrifar Jón Trausti árið 1906 gamla konan eignast tengdadóttur, sem er bæði fögur og viljasterk og rís upp til andstöðu við drottnunargirni tengda- móður sinnar. Verður þetta gömlu kon- unni, sem áður hefur alltaf komið vilja sínum fram, slík ofraun, að hún truflast alvarlega á geðsmununum og hyggst með aðstoð vinnukonu sinnar að láta skríða til skarar og misþyrma tengda- dótturinni svo að fegurð hennar eyði- leggist. En þegar þetta á að fara að ske, fallast henni hendur og hún hnígur nið- ur örmagna. Leikstjórn á leikriti þessu annaðist Hildur Kalman og virtist hafa tekist hún með miklum ágætum. Aðalhlut- verkin léku þær Arndís Björnsdóttir (er lék gömlu konuna) og Guðbjörg Þor- bjarnardóttir (tengdadótturina). Er þar skemmst frá að segja, að leikur þeirra var með ágætum og aðrir leikendur stóðu sig einnig með hinni mestu prýði svo vafasamt er að jafnbetri leikur hafi heyrst í útvarpinu. Þýðingu þessa leikrits gerði Ásgeir Hjartarson bókavörður og var þýðing hans í öllu til fyrirmyndar. HELGI HJÖRVAR, skrifstofustjóri útvarpsráð's. og kemur hún út það ár. Er talið, að með þeirri sögu komi Jón Trausti fram sem fullmótaður rithöfundur. Bakgrunnur þessarar sögu eru æskustöðvar hans norður á Sléttu. En svo lifandi' er lýsing hans á atburðasviði skáldsagna sinna að Árni heit. Pálsson sagði einhverntíma um hann, að honum hefði „heppnazt að lýsa heilu byggðarlagi svo að lesandinn þykist þekkja þar nálega hvern mann og hverja bæjarleið.“ Nú þegar hafa margir látið ánægju sína í ljós yfir því sem af er lestri sög- unnar, enda nýtur hinn tilfinningasami upplestur Hjörvars sín afburða vel í þessum hugþekka ástarharmleik Höllu, sem yljaði mörgum um hjartaræturnar hér fyrr meir, þegar saga þessi var mest lesin. ÚTVARPSTÍÐINDI 21

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/728

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.