Útvarpstíðindi - 01.11.1953, Qupperneq 38
HYAÐ
A Ð
Sigfús Halldórsson.
ÍSLENZKT
ÁSTALJÓÐ
heitir nýjasta dægurlagið hans Sigfúsar
Halldórssonar, og er ekki að efa að það
á eftir að ná sömu vinsældum og fyrri
lög þessa vinsælasta dægurlagahöfund-
ar okkar. Ljóðið er eftir Vilhjálm frá
Skáholti og fer það hér á eftir:
Litla fagra, Ijúfa vina,
lífstrú mín er bundin þér.
Sjáðu hvernig sólin brosir
sigurglöð við þér og mér.
Allt sem ég um ævi mína
unnið hefi’ í Ijóð og tón
verður hismi, ef hjartað, vina,
hefur gleymt að að elska Frón.
I augum þínum unaðs bláu,
augunum sem Ijóma bezt,
sé ég landið, litla vina,
landið sem ég elska mest.
Litla fagra, Ijúfa vina,
lífið fer að kalla’ á þig,
mundu þá að þú ert landið
og þá hefurðu elskað mig.
FÁUM VIÐ
H E Y R A ?
Það hefur áður verið á það minnst, í
þessu blaði, að undirbúningur dagskrár
virðist allmiklum erfiðleikum bundinn
og sérstök vandkvæði á að hafa hana
tilbúna eitthvað fram í tímann. Og
því miður er nú, þegar blaðið fer í prent-
smiðiuna, lítið vitað með vissu um það,
hvað við fáum að heyra á jólunum af
öðru efni en tónlistinni, sem getið er
ítarlega á öðrum stað hér í blaðinu. En
það, sem við vitum þó, er það, að á jóla-
dag eigum við von á að heyra Tómas
Guðmundsson skáld lesa úr verkum sín-
um og á nýársdag verður rætt við gesti
í útvarpssal, og eru meðal þeirra þeir
Gísli Halldórsson verkfræðingur, sem er
nýkominn frá langri dvöl í Bandaríkj-
unum, og Gunnar Gunnarsson skáld. Þá
er í ráði að á þriðja í jólum sjái Banda-
lag ísl. listamanna um dagskrána að
einhverju leyti, og 30. des. verður lesið
úr Hávamálum og sér Einar Ól. Sveins-
son um þann þátt. Þá er og ráðgert að
hafa kvöldvöku fyrir gamalt fólk, ein-
hverntíma milli jóla og nýárs. Á gaml-
árskvöld verður dagskráin með líku
sniði og vant er, þá mun Ólafur Thors
forsætisráðherra ávarpa hlustendur og
Vilhjálmur Þ. Gíslason útvarpsstjóri
halda ræðu. Um hið léttara efni þessa
kvölds sjá þeir Har. Á. Sigurðsson og
Bjarni Böðvarsson.
Þó að hér sé aðeins stiklað á stóru,
skal ekki dregið í efa að margt fleira
skemmtilegt verði í útvarpinu um þessa
hátíð, er geri sitt til að þessi jól verði
öllum landslýð gleðileg jól.
38
ÚTVARPSTÍÐINDI