Lindin - 01.01.1929, Side 6

Lindin - 01.01.1929, Side 6
4 L I N D I N við að birta greinir, er fylgja sérstakri stefnu innan guðfræðinnar, og hefur síður en svo á móti því að málin séu rædd frá fleiru en einu sjónarmiði, enda væntir hún þess, að höfundarnir riti undir nöfnum og standi sjálfir fyrir máli sínu, er þeir mæta andmæl- um. Ritstjórninni er ant um að fylgjast sem best með nýjungum í heimi trúmálanna og að gefa gaum að því, er sálræn vísindi nútímans leiða í ljós, svo að les- endurnir fái sem best áttað sig á þeim stefnum og straumhvörfum, sem gerðu vart við sig, og eigi þess kost að skoða leiftur þau, sem blika á lofti í heimi and- ans. — Ritið vill vekja og glæða áhuga og samstarf innan safnaðanna á Vestfjörðum, vinna að samúð, ein- ingu og bræðralagi. ósk þess er að færa birtu og yl inn á vestfirsku heimilin og að verða þeim kærkominn og ljúfur gestur. Vill það vekja athygli manna á því, að kristindómurinn á meiri mátt, en nokkuð annað, til þess að græða mannlífsmeinin, og að nú er þess ef til vill meiri þörf, en nokkru sinni áður — að sameinast undir merki hófsemdar hans og ganga fram í hans anda. í þeirri sannfæringu viljum vér þjónar kirkj- unnar hefja merki Krists hærra á loft með riti þessu og biðja menn safnast þéttar undir merki hans. Meistarinn mikli sagði: »Ef nokkur er þyrstur, þá komi hann til mín og drekki«. — i Jóhannesar guðspjalli, 4. kap., er lýst aðdáanlega fögru atviki úr lífi Krists. Hann er staddur við Jakobs- brunninn og býður konunni, sem kom til þess að sækja vatn, að drekka — lifandi vatn. — Við þann brunninn, brunn hins lifandi vatns, vill »Lindin« eiga upptök sín — þangað vill hún sækja kraftinn til þess að svala þyrstum vegfaranda. í stjórn Prestafélags Vestfjarða. Sigurgeir Sigurösson. Böövar Bjarnason. Halldór Kolbeins.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Lindin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lindin
https://timarit.is/publication/730

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.