Lindin - 01.01.1929, Síða 6
4
L I N D I N
við að birta greinir, er fylgja sérstakri stefnu innan
guðfræðinnar, og hefur síður en svo á móti því að
málin séu rædd frá fleiru en einu sjónarmiði, enda
væntir hún þess, að höfundarnir riti undir nöfnum og
standi sjálfir fyrir máli sínu, er þeir mæta andmæl-
um. Ritstjórninni er ant um að fylgjast sem best með
nýjungum í heimi trúmálanna og að gefa gaum að
því, er sálræn vísindi nútímans leiða í ljós, svo að les-
endurnir fái sem best áttað sig á þeim stefnum og
straumhvörfum, sem gerðu vart við sig, og eigi þess
kost að skoða leiftur þau, sem blika á lofti í heimi and-
ans. — Ritið vill vekja og glæða áhuga og samstarf
innan safnaðanna á Vestfjörðum, vinna að samúð, ein-
ingu og bræðralagi. ósk þess er að færa birtu og yl
inn á vestfirsku heimilin og að verða þeim kærkominn
og ljúfur gestur. Vill það vekja athygli manna á því,
að kristindómurinn á meiri mátt, en nokkuð annað, til
þess að græða mannlífsmeinin, og að nú er þess ef til
vill meiri þörf, en nokkru sinni áður — að sameinast
undir merki hófsemdar hans og ganga fram í hans
anda. í þeirri sannfæringu viljum vér þjónar kirkj-
unnar hefja merki Krists hærra á loft með riti þessu
og biðja menn safnast þéttar undir merki hans.
Meistarinn mikli sagði: »Ef nokkur er þyrstur, þá
komi hann til mín og drekki«. —
i Jóhannesar guðspjalli, 4. kap., er lýst aðdáanlega
fögru atviki úr lífi Krists. Hann er staddur við Jakobs-
brunninn og býður konunni, sem kom til þess að sækja
vatn, að drekka — lifandi vatn. —
Við þann brunninn, brunn hins lifandi vatns, vill
»Lindin« eiga upptök sín — þangað vill hún sækja
kraftinn til þess að svala þyrstum vegfaranda.
í stjórn Prestafélags Vestfjarða.
Sigurgeir Sigurösson. Böövar Bjarnason.
Halldór Kolbeins.