Lindin - 01.01.1929, Side 15
L I N D I N
13
arheimur, andlegur sjóndeildarhringur, fólkið sjálft,
alt er breytt. En kirkjan hefur enn eigi fullkomlega
tekið afstöðu til hinna nýju kringumstæða. En hún
hlýtur að leitast við, að finna hina heppilegustu af-
stöðu, leita að hinum beztu aðferðum og leiðum til þess
að verða þjóðinni til sem mestrar hjálpar og blessunar.
Með nýjum tímum og breyttum siðum og lifnaðar-
háttum, berast kirkjunni sjálfsagt ný hlutverk. Og þó
er að vísu viðfangsefnið ávalt hið sama: Andlega lífið,
sem er uppspretta hinst ytra lífernis, — mannssálin.
Hinar miklu breytingar tímanna, hinar margvís-
legu framfarir eru venjulega nefndar menning.
Menningin stendur ekki í stað. Rás hennar heldur á-
fram óstöðvandi. Ekki eins og fljótið, sem fellur í á-
kveðnum farvegi, heldur eins og fellibylurinn, sem
getur tekið hinar eða aðrar óvæntar sveiflur og stefnu-
breytingar. Það er ekki áreiðanlegt, að menningin
stefni ávalt óskeikult til hins góða og æskilega. Margir
telja, að reynslan hafi sýnt, að framvinda hennar geti
horfið til hins verri vegar. f merkri íslenzkri bók hef-
ur þetta verið nefnt »helstefna«.
Það hlýtur nú að vera eitt meginhlutverk kirkjunn-
ar, að leitast við að móta hina nýju menningu kristi-
lega, og beina lrinum óstöðvandi straum þróunarinnar
í farveg kristilegs anda og siðgæðis, svo að breyting
og betrun haldist í hendur.
Fjöldi mentaðra og hugsandi manna bera miklar á-
hyggjur út af því, að menningin sé komin á villigöt-
ur og horfa til kirkjunnar í þeirri yon, að hún sé fær
um að leiða þjóðmenninguna á betri braut, og að
»kristileg menning sé eina viðreisnarvon heimsins«.
Eg vil í þessu sambandi tilfæra orð, sem stóðu í merku
ensku blaði fyrir rúmu ári síðan:*
* »The Morning' Post« 15. júní 1928, sbr. 29. tbl. »Lögréttu« ’28.