Lindin - 01.01.1929, Side 16

Lindin - 01.01.1929, Side 16
14 L I N D I N »--------Enska kirkjan er ekki til fyrst og fremst til þess að form tilbeiðslunnar skuli vera þetta eða hitt, heldur til hins, að þrýsta fagnaðarerindinu inn í hjörtu mannanna, og til þess að prédika trú Krists, með hvaða orðum sem það er gert. Kirkjan hefur, ekki síð- ur, heldur miklu fremur en nokkru sinni áður, mikið hlutverk að vinna í lífi þjóðar og ríkis. Það er verlc- efni hennar að gera mannúðlegra það líf, sem við lif- um öll í sameiningu. Það er oft sagt, að kirkjunni hnigni á þessu landi. Það er þó óvís. Andi trúarinnar hefur verið að verki meðal þjóðarinnar með vaxandi afli, síðan heimsstyrjöldin neyddi okkur til þess að horfast í augu við hina miklu leyndardóma, og við dauðann. Að vísu ef til vill ekki sá andi, sem leitar fastra forma, eða er fús til þess að láta fjötrast af þeim. Það er frjáls og óháður, jafnvel uppreisnargjarn andi. En oss skjátlast, ef hann er ekki fullur innileika og alvöru. Þessi andi... gefur lifandi kirkju þau tæki- færi, sem eru sjaldgæf í sögunni.------------ Nútímin'n er örlagaþrunginn. Framtíðin mun sýna það, hvort kirkjan er deyjandi, eða lifandi.--------- Fólkið biður um brauð, á að gefa því steina?« Þannig farast þessu merka blaði orð. Þó þau séu töluð um kirkjulíf Englands, þá hygg ég að þau geti einnig átt við hér á landi. Einnig hér er til leit og þrá. Hin ytri menning fullnægir ekki hjartanu, og þeir, sem hún kynni að fullnægja, eru ef til vill hættast staddir. Andi kristindómsins er víða að verki, stundum kemur það í ljós hjá mönnum, sem slíks var sízt af vænst. Og andleg áhrif og þrá geta átt sér stað í hugum manna, þeim alveg óafvitandi. En menn eru íálmandi og eins og í óvissu. Það vantar örugga kristilega leiðsögn. Það er nú sjálfgefið, að það er hlutverk kirkjunnar, að veita hina kristilegu leiðsögn, sem þjóðin þarfnast, og veita hana svo skilmerkilega og skorinort, að henni sé athygli veitt.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Lindin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lindin
https://timarit.is/publication/730

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.