Lindin - 01.01.1929, Síða 17
L I N D I N
15
Einungis með því, að leiða, og móta kristilega
straum menningarinnar, getur kirkjan orðið orkugjafi
hinna nýju tíma, og veitt þjóðinni og hverjum einstak-
ling andleg verðmæti og mikilsverða hjálp.
Reynist kirkjan ekki megnug að leggjameitt veru-
legt til þeirra mála þjóðlífinu til góðs, þá hljóta áhrif
hennar að þverra og hún verður ekki annað en hljóm-
andi málmur og hvellandi bjalla.
íslenzk kirkja hefur oft orðið fyrir árásum og að-
kasti á seinni árum. Oft hefur það verið án fullrar
sanngirni.
Þess hefur ekki verið gætt, að innan sjálfrar kirkj-
unnar hafa líka verið tímamót og straumhvörf. Ýmsar
stefnur hafa mæzt og farið um hríð í bága hver við
aðra. Slíkt ber ekki að harma. Þetta er eðlileg afleið-
ing þess, að kirkjan er líka breytingum og þi’oska háð,
en stendur ekki sífelt í stað. Hún þarf á tímabilum að
skifta um flugfjaðrir eins og svanurinn. Lífið er þró-
un stig af stigi. Kirkjan er ekki undanskilin lögmál-
um þróunarinnar. Ýmsar hugmyndir rekast á innan
kirkjunnar; en af ái-ekstrunum sprettur fram nýr og
réttari skilningur og ljósari og fyllri hugmyndir. Nýj-
ar hugmyndir koma í stað þeirra, sem úreltar eru. Og
séu einhverjar af gömlu hugmyndunum réttmætari
þeim nýju, þá mun eigi aðeins svo fara, að þær haldi
velli, heldur munu þær yngjast upp við baráttuna og
fá nýjan kraft.
Hlutverk kirkjunnar í þjóðlífinu eru margþætt og
víðtæk. Það er óhjákvæmilegt, að kirkjan verði að taka
afstöðu til ýmsra efna, sem hún hingað til hefur látið
að mestu afskiftalaus. Með réttu má segja, að hún geti
ekki látið neitt mannlegt vera sér óviðkomandj. Auð-
vitað þarf til þess mikinn áhuga og orku, víðtæka