Lindin - 01.01.1929, Side 18
16 LINDIH
mentun og reynslu að taka hvert málefni réttum tök-
um.
Eitt mesta vandamálið er afstaöa kirkjunnur iil
hinnar nýju þekkingar, sem vísindin eru sífelt að gefa
mannkyninu.
Það er almenn og útbreidd skoðun enn í dag, að
kirkjan og vísindin standi á öndverðum meið, og að
margar kenningar kirkjunnar og vísindanna fari í
bága hver við aðra. Þetta vekur mörgum efasemdir og
órósemi og veldur því, að sumir snúa baki við kirkj-
unni.
Því er nú ekki að neita, að þeir hafa verið tímarnir,
að kirkjan og vísindin hafa staðið á öndverðum meið,
og að kirkjunnar menn hafa sýnt ótrúlega tregðu
gagnvart sumum sigrum vísindanna og ýmsri nýrri
þekkingu, og er þá ekki að spyrja um kuldann, sem
vísindamennirnir hafa aftur á móti sýnt kirkjunni.
En þessir tímar ættu að vera liðnir, og veröa að
vera liðnir. Kirkjan og vísindin starfa hvovt á sínu
sviði í víngarði sannleikans og geta í raun réttri aldrei
farið í bága hvort við annað, ef hvort um sig heldur
sér innan réttra takmarka. Kirkjan og vísindin inna
hvort um sig af hendi dýrlegt hlutverk og ættu að
starfa í friði og samvinnu. Bæði kirkja og vísindi eru
hvort á sinn hátt að kanna djúp guðlegra leyndardóma
og dásemda. Hvort um sig leitar að háleitum sannind-
um hvort á sínu sviði; og það er grátlegt, að slík
þröngsýni skuli hafa átt sér stað, bæði innan kirkjunn*
ar og meðal vísindamannanna, að þessi tvö starfsverk-
færi sannleikans skyldu vinna hvort gegn öðru.
Kirkjan verður að viðurkenna það, að hún fæst yf-
irleitt ekki við ranrcsókn á staðreyndum efnisheims-
ins. En öll aukin þekking í öllum efnum og sérhver ný
sannindi eru dýrmæt og geta orðið kirkjunni mjög
gagnleg í leit hennar og baráttu. Kirkjan ætti því sí-
felt að gleðjast yfir livex-jum íxýjum sigi'i mannsand-