Lindin - 01.01.1929, Qupperneq 21
L I N D I N
19
ist kristilegum áhrifum. Þau leita allstaðar á þá, eins
og andrúmsloftið. Þessi leyndu áhrif kristindómsins
eru mjög mikilsverð og sjaldan nægilega metin. Það er
ekki unt að lifa innan um sannkristna menn, án þess
að taka meiri eða minni háttaskiftum, jafnvel alveg
óvitandi. En það ríður á, að til sé nóg af sannkristn-
um mönnum í landinu til að veita slík áhrif. Kirkjan
á að vera saltið í þjóðlífinu til að halda því órotnu, og
í menningunni, til að viðhalda henni heilbrigðri.
Ekki þarf að ætla, að kristileg menning ryðji sér
til rúrns í landinu, nema að kristindómur og kirkja
hafi róttæk áhrif á wppeldismálin.
Barnið er yfirleitt varnarlaust fyrir öllum þeim á-
hrifum, sem því berast utan frá, þarf því trúlega að
vaka yfir velferð þess. Kristið heimili og foreldri hlýt-
ur að vera fyrsti fulltrúi kirkju og kristindóms í þess-
um efnum. Barnið býr lengi að fyrstu gerð. Má með
sanni segja, að margur maðurinn sé svo illa kristinn,
af því að hann hafi í æsku verið svo illa ræktur. For-
eldrarnir þurfa að hafa ljósa meðvitund um það, að
þau eru að undirbúa barnið undir lífið, ogleggja grund-
völl farsældar þess, — eða ef til vill ófarsældar — í
framtíðinni.
Því miður eru bein áhrif kirkjunnar á uppeldismál-
in minni en vei’a ætti. Og vissulega ætti að vera miklu
nánara samband milii kirkju og skóla, heldur en nú
er. (Það er ekki einhlýtt, að prédika fyrir hinum full-
orðnu, sem í kirkju vilja koma, en láta afskiftalausa
hina komandi kynslóð. Því æskan er framtíðin. Verði
æskan unnin undir merki kristindómsins, þá er ekki
ein kynslóð unnin, heldur margar). Kirkjan þarf
vissulega að hafa meiri bein afskifti af barnaskólum
og barnafræðslu, heldur en nú er.
Á komandi árum munu ungmennaskólarnir hafa víð-
2*