Lindin - 01.01.1929, Blaðsíða 27
L I N D I N
25
til fulls méi' aldregi eyddi;
ég fann þann neista í sinni’ og sál,
er sorg og efi, stríð og tál
mér aldregi alveg deyddi«.
Það er slíkt móðurhlutverk, sem kirkjan vill inna af
hendi við þjóðina og einstaklinga hennar. Hún vill
opna augu manna fyrir hinum æðri rökum og dá-
semdum Guðs allstaðar, og glæða í brjósti þann yl,
sem endist í gegnum alt lífið.
Á fyrri öldum áttu sér stað miklar kertagjafir til
kirkna, einkum urðu vissar kirkjur fyrir því hér á
landi.
Það er nú talið mjög líklegt, að þessar kertagjafir
hafi ekki verið til venjulegrar guðsþjónustunotkunar,
heldur til þess að láta ljós loga í kirkjunni, í nátt-
myrkrum og illviðrum, vegfarendum og sjófarendum
til leiðbeiningar. Hve fögur og hagkvæm var ekki þessi
venja! Sjálfsagt hafa margir hlotið ieiðbeiningu og
lífsbjörg af Ijósinu í kirkjunni. Með hvílíku hugarfari
hafa ekki nauðstaddir menn hugsað til kirkjunnar, er
þeir sáu Ijósið, er var þeim til leiðbeiningar og uppörf-
unar. Var það ekki fróun, jafnvel fyrir skipreika
menn, sem voru að farast, að hið síðasta, sem þeir
vissu í þenna heim, var Ijósið í kirkjunni? Var það
ekki einskonar tákn um altsjáandi auga, sem engan
yfirgæfi í neyð og dauða? Flutti það ekki boðskap um
friðsæla höfn, að leiðaidokum lífsins?
Mönnum er alt af fróun í hluttekningu, og sjálfsagt
ekki sízt á dauðastundinni, jafnvel þótt ómögulegt sé
að hjálpa. Að minsta kosti finst flestum eitthvað
hryllilegt við það, að menn deyi einir og yfirgefnir.
Bendir ekki ljósið í kirkjunni á það, að Guð yfirgefi
engan; enginn sé látinn einn á stundu dauðastríðsins?
En er ekki Ijósið í kirkjunni líka frábærlega gott
tákn þess, hvað kirkjan hefux1 verið og á að vei’a þjóð-
inni? Að hún ber ljós í sér, sem leiðbeinir í sorg og