Lindin - 01.01.1929, Side 29
L I N D I N
27
Bænir.
Sunnudag.
Konungur sannleikans, Jesús Kristur. Kenn oss að
elska sannleikann og lúta honum. Kenn oss að fylgja
sannleikanum og lifa í honum. Kenn oss að vera boð-
berar sannleikans í hugsunum vorum og athöfnum.
Keni) oss að þjóna sannleikanum með orðum vorum.
Kenn oss að starfa í ljósi sannleikans af öllum vorum
vilja, öllum vorum tilfinningum og allri vorri vitund.
Varðveit oss og vernda alla vora æfi, Drottinn vor og
frelsari. Varðveit oss og vernda á vegum sannleikans:
í ljósi ódauðleikans, réttlætisins og kærleikans. Leið
oss, styrk oss, blessa oss, eilífi konungur sannleikans
og kærleikans. Heyr bæn vora sökum þinnar óumræði-
legu fórnar. Amen.
(Jóh. 18, 37. 38).
Mánudag.
Drottinn dýrðarinnar. Faðir vor á himnum. Vér.
biðjum þig, blessa þú oss þenna dag og lát þinn heilaga.
anda umskapa hjörtu vor, svo að sannleiki trúarinnar
verði lifandi í sálum vorum. Gjör trúnaðartraustið
að lifandi og starfandi niætti í hjörtum vorum. Veit
oss sigurafl trúarinnar, svo að vér treystum þér af
öllu hjarta, hvað sem oss mætir á lífsins leið. Gef oss
fyrir trúna í nafni Krists friðarríka vissu um elsku
þína, svo að vér hvílum öruggir í almættisfaðmi þín-
um. Faðir, lát trúna opna svo augu vor, að vér sjáum
dýrð þína, senl allstaðar ljómar um tilveruna. Gef, að
vér fyrir trúna vöknum til nýs lífs, endurfæðumst inn
í ljóssins ríki, vöknum til fegurri og fegurri dýrðar