Lindin - 01.01.1929, Page 30
2R
L I N D I N
með hverjum degi æfi vorrar, og lát oss við lok jarð-
lífsveru vorrar sjá dýrðina fyrir trúna á Krist. Faðir
vor, auk vora trú, vort traust, svo að véi- sjáum dýrð
þína í lífi og dauða. í Jesú nafni. Amen.
(Jóh. 11, 40).
Þriðjudag.
Faðir vor á himnum, kenn oss að lita björtum aug-
um á lífið. Lát oss aldrei gleymast, að þú vakir yfir
oss og að alt, sem við ber, verður oss til góðs, ef vér
'beygjum oss undir vilja þinn. Gjör oss svo auðmjúk,
að vér aldrei öi’væntum um, að alt mannkynið sé á
framfaraskeiði og færist æ nær og nær hugsjón ríkis
þíns. Lát oss aldrei gleyma því að þú hefir skapað alla
menn í þinni mynd, svo að vér megum ávalt hafa þá
helgu von, að hið góða sigri í hverjum manni, og að
enginn geti nokkuru sinni orðið svo djúpt sokkinn, að
eigi sé von, að geislar elsku þinnar geti hafið hann
upp í dýrð ríkis þíns. En umfram alt biðjum vér þig,
himneski faðir, lát aldrei deyja úr brjóstum vorum
vonina um eilífa lífið. Veit oss þá náð, að hvert sinn
sem vonarljósið ætlar að slökkna, þá blasi við fyrir
andans augum vorum krossinn á Golgata, svo að fórn-
arljós sonar þíns kveiki í hjörtum vorum hina mátt-
ugu, lífgandi, sigrandi von. Lát þú, faðir, ljósið frá
krossinum á hæðinni gjöra oss að bjartsýnum mönn-
um í Jesú nafni. Amen.
(I. ICor. 13, 7).
Miðvilcudag.
Þú, sem ert höfundur að öllu lífi og uppspretta allr-
ar sannrar gleði, faðir vor á himnunum. Hugur vor
hljóðnar frammi fyrir augliti þínu og vér þökkum þér
blóm vallarins og fönn foldarinnar. Vér þökkum þér