Lindin - 01.01.1929, Qupperneq 31
L I N D I N
29
sorg og gleði, vér þökkum þér líf og dauða. Vér veg-
sömum þig, af því að þú hefir sent oss boðskap um
líf og ótæmandi gleði, þú hefir gefið oss frelsara,
Drottin Jesúm Krist.--------Kenn oss, himneski faðir,
að vera ávalt glaðir, vegna elsku hans og vegna elsku
vorrar til hans. Láttu barnslundina og hið hreina og
óflekkaða hjarta vera oss óglatanlega eign. Kenn oss
aö lifa í gleöinnar Hki, kenn oss aö biðja, svo aö gleði
vor aukist, kenn oss að þakka í gleði og ljúflyndi. Kenn
oss að teyga af lind gleðinnar, er vér íhugum um dá-
semdir náttúrunnar og óumræðilega gæzku þína í
heimi efnis og anda.
Faðir, þú, sem átt alt og gefur alt. Kenn oss að
treysta þér sem börn og vera ávalt barnslega glöð.
Teng oss órjúfanlegri vináttu frelsara vorum Drottni
Jesú Kristi, og opna vegna hans hjörtu vor fyrir inn-
streymi gleðinnar. Lát oss kenna áþreifanlegast ná-
vistar þinnar, þú eini alsæli Guð, skapari himnanna og
heimanna. Lát alla vora gleði vera gleðina yfir því að
lifa og hrærast í anda sonar þíns Jesú Krists. Teng
oss þér. Teng oss vininum, frelsaranum. Teng oss heil-
ögum anda. Teng oss lífi, ljósi og dýrð. Þakkir segjum
vér þér, þú hefir heyrt þessa bæn vora, höfundur gleð-
ihnar, boðberi kærleikans, sigurvegari syndarinnar,
.konungur friðarins. Þér sé lofgjörð, þú hefir heyrt.
þessa bæn vora og allar vorar bænir. Þitt er ríkið,
mátturinn og dýrðin, þú sem heyrir bænir vorar og
gefur oss gleðina. Þér sé heiður, vegsemd og lofgjöi’ð,
þú eilífi alsæli Guð. Amen. í Jesú nafni. Amen.
(Fil. 4, 4).
Finitudag.
Himneski faðir. Vér þökkum þér, að þú hefir vernd-
að þjóð vora frá mörgum þeim þjáningum og hörm-