Lindin - 01.01.1929, Blaðsíða 35
L I N D I N
33
Æfintýrið um vonina.
Eftir Stein.
Jeg opnaði hurðina ofUrhægt, það gat verið að
amma væri sofandi. Nei, þarna sat hún í rökkrinu og
prjónaði. Jeg læddist til hennar ósköp hægt, settist á
skemilinn við fætur hennar og lagði höfuðið í kjöltu
hennar. Það hafði gefist vel þegar jeg var lítill og eitt-
hvað amaði að mjer, hvort sem jeg hafði meitt mig,
eitthvert leikfangið mitt brotnað eða hinir krakkarnir
strítt mjer. Amma hafði altaf ráð og huggun á reið-
um höndum. Nú var jeg orðinn fullorðinn, en mig
vantaði huggun. Amma lagði frá sjer prjónana og
lagði lófann ofan á vanga minn, alveg eins og meðan
jeg var barn. »Æ, amma mín!« sagði jeg, »hvernig er
þetta líf? Við reisum okkar fegurstu skýjaborgir, sem
á einu augabragði hrynja í rúst. Dauðinn sviftir okk-
ur ástvinunum, heimurinn gleðinni. Hvað er þá eftir?
Til hvers er að lifa, þegar alt er tóm auðn og myrkur,
og hvað tekur við? Jeg get ekki 'einu sinni vitað með
vissu, að nokkurn tíma verði bjart framar, það gæti
skeð að sólin sloknaði, yrði alt í einu köld og storknuð.
Það væri nú reyndar það bezta«. Amma strauk ofur-
hægt eftir vanga mínum. »Þú gleymir einu barnið
gott, þegar vinirnir deyja, og gleðin hverfur, þá eigum
við þó eitt eftir, sem Guð gaf okkur sjálfur, og sem
enginn getur frá oss tekið, það er vonin. Hún gefur
okkur vis.suna um, að lífið heldur áfram, að sólin rís
á hverjum morgni og að Guð mun aldrei þreytast á að
gefa okkur góðar gjafir.-----------Þjer þótti einu sinni
gaman að æfintýrum. Viltu að jeg segi þér eitt núna?«
»Já, gjörðu það, ef til vill styttir það daginn ofur-
3