Lindin - 01.01.1929, Side 38
36
L I N D I N
það? Eru ekki vandamálin sí og æ að verða yfirgrips-
meiri og flóknari? Hvað höfum vjer, kirkjunnar fólk
og þjónar, fyrir augum á þessari miklu iðnaðar-, við-
skifta- og vjelaöld, sem vjer lifum á? Sívaxandi ör-
birgð og auð; hugsjónaleysi og óheiðarleik, hatur og
glæpi, stórkostlegan virðingarskort fyrir fornhelgum
stofnunum mannfjelagsins, gíl'urlega eftirspurn, ekki
svo mjög eftir Guði í náttúrunni, eða fegurð hennar,
heldur eftir hráefnum til að gera sjer mat úr; og sí-
þverrandi ítök kirkjunnar í hugum manna. Þetta höf-
um vjer fyrir augum, því átakanlegar, sem lengra er
litið. Og hvað höfum vjer fyrir augum á þessari miklu
vísindaöld, sem vjer lifum á? Ásamt þeim miklu sann-
indum, sem raunvísindin og hin sögulegu vísindi, svo
sem á trúmálasviðinu: Trúarbragðasagan, samanburð-
ur trúarbragðanna og biblíurannsóknirnar, hafa leitt i
Ijós, og ásamt þeim miklu þægindum, sem vísindi þessi
hafa skapað, hafa þau einnig kollvarpað mörgum mik-
ilsmetnum kenningum trúar vorrar, og margur býður
skipbrot á sinni trú. Kröfur timans hrópa því til kirkj-
unnar.
Og, sem betur fer, heyrir' kirkjan víðsvegai- þessi
tímans hróp greinilegar nú á dögum, en oft áður. Það
verður eitthvað að gera. Prótestantisk kirkja er nauð-
beygð til að taka afstöðu til, og ráða bót á þeirri sam-
keppni og ógurlegu sundrung kirkjudeilda, trúflokka
og trúmálahreyfinga, sem prótestantisminn sjálfur átti
stærstan þáttinn í að skapa. Það verður að endurskoða
trúfræðina. Það á ekki að vera lengur spurt um há-
spekilegar skilgreiningar á því, sem aldrei verður til
fulls skilið eða skýrt. Eftirspumin nú á dögum er frem-
ur um þá andlegu orkv, sem frá sameiginlegn orkustöö
kirkjunnar í heild, verði leidd út um heiminn, til aö
umskapa skapgerð og líferni manna, og sem verði b'eitt
við hin ýmsu vandamál vorra tíma, í þessar áttir fer
hið ágæta ameríkanska trúmálablað »The Christian