Lindin - 01.01.1929, Síða 39
L 1 N D 1 N
37
«
Century«, sem óháð er öllum kirkjudeildum, og berst
fyrir því að andiegri orku kristnu trúarinnar sje beitt
óskiftri við vor ýmsu mannfjelagsmein og' vandamál.
í sömu átt sýnist mjer og sameiningarviðleitni sú
benda, sem víðsvegar er ofarlega á baugi innan kristn-
innar-nú á dögum. Skal jeg nú rifja upp .nokkuð af
því. T. d. Sameining Methodista, Presbyteriana og
Congregationalista í Canada í eina sameinaða kirkju,
sem starfað hefur í nokkur ár og gengur prýðilega. Þá
má nefna»The general counsil of the Churches of
Christ in America«, sem er ekki sameinuð kirkja, en
samband gjörvallrar kirkju Krists í Ameríku, og hef-
ur unnið ómetanlegt gagn þar í landi. Og loks skal
mint á alheimskirkjuþingin í Stokkhólmi 1925, í Lau-
sanne í Sviss 1927, í Jerúsalem 1928, og svo á þessu ári
lúterska þingið í Kaupmannahöfn og stöðugt áfram-
haldandi sameiningarviðleitni kirknanna vestan hafs.
Slík er þá afstaða hinna háværustu radda innan kirkn-
anna út um heim. Það er spurt um þá andlegu orku,
sem frá sameiginlegri orkustöð kirkna, trúflokka og
trúmálahreyfinga verði leidd út um heiminn til að um-
skapa skapgerð og líferni manna, og sem verði beitt
við hin ýmsu vandamál vorra tíma.
Og hver er þá afstaða ísl. þjóðkirkjunnar? Þeir trú-
flokkar, sem hjer á landi eru, og hjer koma til greina,
eru aðallega tveir: Baptistar og Adventistar. Aðaiá-
greiningur þeirra og kirkjunnar eru þessi býsn: Hvort
nota skuli mikið eða lítið af vatni við skírnina og hvort
skíra skuli fullorðna eða börn; hvort heimsslit sjeu fyr-
ir dyrum eða kunni að dragast eitthvað enn; og hvort
hvíldardagurinn hafi orðið til mannsins vegna, eða
maðurinn vegna hvíldardagsins. Svo mörg eru þau orð.
Trúmálahreyfingar eru aftur á móti þessar: Ný guð-
fræði, sem ísl. rjetttrúnaðurinn nefnir afneitunar-
stefnu, en fer í þá átt, að færa sjer í nyt allan þann
sannleik, sem þekkingin leiðir í ljós, og að samrýma