Lindin - 01.01.1929, Síða 41
L I N D I N
39
um ýms þau atriði, sem ágreiningur mikill er orðinn
um innan kristninnar nú á dögum, svo sem meyjarson-
ernið, upprisa holdsins, hin sýnilega endurkoma Krists,
tvö eðli þans, o. fl. Og loks má geta þess um almennu
játningarnar, að engin þeirra er almenn í orðsins
fylstu merkingu, þó Postullega játningin komist næst
því að vera það, og allar eru þær yngri en álitið hefur
verið. Um Augsborgarjátninguna er það að segja, að
hún er friðarsamningur við kat. kirkjuna, einskonar
afsökun siðabótarinnar. En hvort sem oss er það ljúft
eða leitt, er hin ev. lút. þjóðkirkja ísl. reist á grund-
velli þessara játninga. — Frá rjettarfarslegu sjónar-
miði er því ekki erfitt að sjá, hver afstaða ísl. þjóð-
kirkjunnar hlýtur að verða til trúflokka og trúmála-
hreyfinga, sem koma að einhverju leyti í bága við
kenningar hennar. Afstaðan verður óumflýjanlega lít-
ilsvirðing og fordæming baptista, adventista, nýguð-
fræðinga, spiritista, guðspekinga og allra, sem í eir-
hverju víkja frá því eina, sanna og rjetta, sem frá er
skýrt í játningum þessum, og hin ev. lút. þjóðkirkja
íslands er að lögum og rjetti reist á. Þetta staðfestir og
ímugustur sá, og jafnvel burtrekstrarsakir, sem hinir
rjetttrúuðu þreytast aldrei á að hafa á takteinum gegn
þeim, sem öðrum augum líta á hin ýmsu trúaratriði en
tíðkast hefur, og eru svo hreinskilnir að láta það opin-
berlega í ljósi. Þeir eru þá líka í sínum fulla rjetti frá
þessu sjónarmiði sjeð. Og ríkisvaldið sjálft getur einn-
ig tekið í taumana hvenær sem er. í því sambandi er
mjög lærdómsríkt að veita því eftirtekt, sem um þess-
ar mundir er að gerast úti í löndum. Biskupakirkjan á
Englandi hefur gert breytingar á helgisiðabók sinni:
»The Common prayer Book«. Þær breytingar urðu ekki
samþyktar í þinginu, og ríkisvaldið þar í landi hafnar
þeim. Þetta hefir vakið þá óánægju innan kirkjunnar,
að sumir. eru farnir að tala um að þetta geti orðið