Lindin - 01.01.1929, Qupperneq 42
40
L 1 N D I N
fyrsta skrefið til aðskilnaðar ríkis og kirkju á Eng-
landi.
Hjer sýnist mjer horfa til vandræða. Ef afstaða ísl.
kirkjunnar til trúflokka og trúmálahreyfinga á að
vera, eins og hún í raun og veru er, frá rjettarfarslegu
sjónarmiði, þá hlýtur það að koma kirkjunni sjálfri í
koll, fyr eða síðar. Hún einangrar sig og verður ger-
samlega áhrifalaus; hún verður ófær til að sinna þeim
kröfum, sem nútíminn gerir til hennar; hún missir
sína bestu krafta og verður ekkert aðlaðandi þeim, sem
eitthvað vita og vilja. Það er svo hætt við að forustan,
sem henni hefur verið trúað fyrir, lendi þá þar sem
síður skyldi. óska vildi jeg þess, að það kæmi ekki
fyrir. En það verð jeg að játa, að ósköp finst mjer
kirkjan aðgerðalítil og áhrifalaus, þar sem jeg þekki
best til, og engin vanþörf á að hún fengi náð betri tök-
um á og unnið sjer meiri helgi í hUgum almennings, en
nú er. En það getur aldrei orðið með því að einangra
sig og útiloka stefnur og strauma nútímans. Og þess-
vegna áskil jeg öllum þeim, sem að kirkjunni unna,
rjett til að líta á þessi mál, frá öðru sjónarmiði en hinu
rjettarfarslega, sem í mínum huga vegur miklu meir.
En það er:
Hið trúarlega sjónarmið.
Er jeg tala um að líta á afstöðu kirkjunnar frá trú-
arlegu sjónarmiði, á jeg við, að í stað þess að vera
bundinn trúarjátningum, sem leiðir til kyrstöðu og
dauða, beri hin brýnasta nauðsyn til að kirkjan hafi
þau sjerkenni áberandi, er sýni að hún láti leiðast af
anda Jesú Krists, þar eð bókstafurinn — hvort sem
er lagastafur eða játningastafur — deyðir, en andinn
lífgar. Til slíkra sjerkenna tel jeg í fyrsta lagi trú-