Lindin - 01.01.1929, Side 51
L I N D I N
49
innar var að renna upp. Dýrðlegum bjarma sló á aust-
urloftið og mikill fögnuður var mannanna börnum í
aðsigi. Því að þenna dag fyrir rúmum 19 öldum var
oss frelsari fæddur. Freisari mannkynsins, sem kom
með hjálp til mannanna og gerði að veruleika þá þrá,
sem óljóst hrærðist í hjörtum þeirra.
Sannleikans ljós rauf niðamyrkur trúleysis. — —
»Sjá, jeg boða yður mikinn fögnuð«, sagði engill
di-ottins við hina hræddu og undrandi hjarðmenn, sem
stóðu yfir fjárhópum sínum úti í haganum á Betle-
hemsvöllum nóttina helgu fyrir meir en 1900 árum.
Þessi sömu orð hafa síðan hljómað ár eftir ár innan
kristninnar á jólahátíðinni og enn einu sinni hljóma
þau til vor. Sífelt hafa þau vakið svipaðar.tilfinningar
í hjörtum mannanna eins og þau vöktu fyrr í hjörtum
hjarðmannanna, sem fyrstir heyrðu þau. Ár eftir ár
hafa þessi fáu orð snert við strengjum í sálum manna,
og fengið þá til að óma að nýju, þeim strengjum, sem
aðra daga ársins hefir hætt við að vera þögulir og
hljómlausir. Við þessi orð hefir ávalt birt upp í hugum
manna og gleðin hefir varpað hlýjum geislum sínum
í hjörtu þeirra. Svona hefir það verið og svona er það
ennþá. Finnst þjer ekki, lesandi minn, þegar þú heyrir
þetta undurfagra jólaguðspjall lesið upp, eins og eitt-
hvað af dýrð drottins, sem ljómaði í kringum hjarð-
mennina, ljómi einnig í kringum þig og í sjálfum þjer
á þessu helga kvöldi? Og finnst þjer ekki líka, eins og
eitthvað af fögnuði þeim, er engillinn boðaði hjarð-
mönnunum, grípi þjer um hjarta? Jeg veit að þjer hef-
ir fundist þetta þegar þú varst saklaust barn, og guð
gefi, að þjer megi einnig finnast það nú.---------
óli Ketilsson.
4