Lindin - 01.01.1929, Page 55
L I N D I N
mikilmenni, þó að liana megi að vísu orða á marga
vegu.
En jeg sá undir eins, að bóndi var ekki alls kostar
ánægður með svona hversdagslega skýringu. Hann
þagði við um stund, þangað til hann spurði aftur:
»En er nú ekki mikilmenni bara blátt áfram sá, sem
stendur vel í stöðu sinni, hver sem hún er, hvort sem
hún er mikils eða lítils virt?«
Hann skýrði þessa skoðun sína nánar, og jeg man,
að hann tók til dæmis fjósamann, sem rækti starf sitt
svo ágætlega, að þar væri ekkert hægt að að finna og
engu við að bæta. Þessi maður sagði hann að væri fuli-
kominn í starfi sínu og að sínu áliti mikilmenni. Ekki
gat jeg fallist á þessa kenningu. Jeg vildi halda því
fram, að verkahringarnir væru svo ákaflega mismun-
andi miklir og vandasamir og krefðust að sama skapi
svo mismunandi mikils af mönnum, að ekki mætci ein-
göngu bera það saman, hvernig þeir væru fyltir út,
heldur líka hve umfangsmiklir þeir væru og vanda-
samir. Það þyrfti t. d. ólíkt meiri. vitsmuni, þekkingu
og yfirburði til að stjórna miklu ríki vel, heldur en til
þess að stjórna í fjósi. Góður fjósamaður gæti því ekki
talist jafnsnjallur góðum ríkisstjórnara, nema hann
sýndi það í verkinu, að hann væri líka jafnfær til að
stjórna ríki eða gegna öðru jafnvandasömu starfi. Svc
fjell þetta samtal niður, og hefir víst hvorugur okkar
komist verulega til botns í þessu vandamáli.
En svo rifjaðist þetta samtal upp fyrir mjer aftur
löngu seinna, af sjerstökum ástæðum. Það var vetur-
inn 1923. Þá var jeg staddur í lýðháskólanum á Vors
i Noregi. Þar var sá háttur, að skólastjórinn, Lars
Eskeland, hjelt fyrirlestur á hverju kvöldi frá kl. 6—
7, um einhver fræðandi eða vekjandi efni. Einn dag
var skólastjórinn lasinn, svo að við nemendurnir
bjuggumst við, að ekkert yrði af fyrirlestri það kvöld-
ið. En af því að við fengum engin mótboð, söfnuðumst