Lindin - 01.01.1929, Page 57

Lindin - 01.01.1929, Page 57
L 1 N D I N 55 Mikilla sanda, mikilla sæva, mikil eru geð guma. Ræðumaður færði mörg og merkileg rök fyrir sann- indum hinna tilfærðu orða skáldsins, hve mikla hæfi- leika mannsandinn hefir til að vaxa, og hvernig hann leitast stöðugt við að fylla út verksvið sitt og að skil- yrði þess, að vöxturinn geti haldið áfram, er það, að leita sjer meiri og meiri viðfangsefna. Hann nefndi ýms dæmi úr sögu Noregs og ýmsa Norðmenn frá síðustu áratugum, þar á meðal Friðþjóf Nansen, sem nú er einhver víðfrægasti maður á Norð- urlöndum og þó að víðar væri leitað. Hann var enginn gáfumaður talinn á skólaárum sínum. Margir skóla- bræðra hans höfðu skarpari skilning, meira næmi og fjörugra hugmyndaafl og yfirleitt meira af því, sem alment er kallað gáfur eða hæfileikar. Margir þeirra þóttu líklegri til frama og frægðar en Nansen; enda hafa ýmsir þeirra komist til æðstu mannvirðinga í Noregi. En Nansen strokaði sig fram úr þeim öllum, þegar út í lífið kom. Noregur varð honum of lítill verkahringur. Hann hefir áunnið sjer virðingu og að- dáun svo að segja alls hins mentaða heims. Hann byrjaði fyrst sem náttúrufræðingur. Einkum lagði hann fyrir sig að rannsaka höfin, löndin og dýra- lífið kringum norðurheimskautið eins og mörgum er kunnugt. Fyrsta frægðarför hans, sem vakti eftirtekt á honum út um heim, var skíðaför hans yfir Græn- landsjökla árið 1888. Af þeirri för óx hann mjög, ekki einungis í áliti, heldur óx hann í raun og sannleika að víðsýni, áræði og andlegu og likamlegu þreki. Næsta stigið var nokkru stærra. Það var heim- skautsför hans eða íshafsför nokkrum árum seinna, er stóð yfir í þrjú ár. Eftir þá för mátti hann heita orðinn heimsfrægur sem hetja og vísindamaður. En »það verður að gera meira fyrir mannkynið en að yrkja ljóð«, er haft eítir Byron skáldi, þegar hann
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Lindin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lindin
https://timarit.is/publication/730

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.