Lindin - 01.01.1929, Blaðsíða 57
L 1 N D I N
55
Mikilla sanda, mikilla sæva,
mikil eru geð guma.
Ræðumaður færði mörg og merkileg rök fyrir sann-
indum hinna tilfærðu orða skáldsins, hve mikla hæfi-
leika mannsandinn hefir til að vaxa, og hvernig hann
leitast stöðugt við að fylla út verksvið sitt og að skil-
yrði þess, að vöxturinn geti haldið áfram, er það, að
leita sjer meiri og meiri viðfangsefna.
Hann nefndi ýms dæmi úr sögu Noregs og ýmsa
Norðmenn frá síðustu áratugum, þar á meðal Friðþjóf
Nansen, sem nú er einhver víðfrægasti maður á Norð-
urlöndum og þó að víðar væri leitað. Hann var enginn
gáfumaður talinn á skólaárum sínum. Margir skóla-
bræðra hans höfðu skarpari skilning, meira næmi og
fjörugra hugmyndaafl og yfirleitt meira af því, sem
alment er kallað gáfur eða hæfileikar. Margir þeirra
þóttu líklegri til frama og frægðar en Nansen; enda
hafa ýmsir þeirra komist til æðstu mannvirðinga í
Noregi. En Nansen strokaði sig fram úr þeim öllum,
þegar út í lífið kom. Noregur varð honum of lítill
verkahringur. Hann hefir áunnið sjer virðingu og að-
dáun svo að segja alls hins mentaða heims.
Hann byrjaði fyrst sem náttúrufræðingur. Einkum
lagði hann fyrir sig að rannsaka höfin, löndin og dýra-
lífið kringum norðurheimskautið eins og mörgum er
kunnugt. Fyrsta frægðarför hans, sem vakti eftirtekt
á honum út um heim, var skíðaför hans yfir Græn-
landsjökla árið 1888. Af þeirri för óx hann mjög, ekki
einungis í áliti, heldur óx hann í raun og sannleika að
víðsýni, áræði og andlegu og likamlegu þreki.
Næsta stigið var nokkru stærra. Það var heim-
skautsför hans eða íshafsför nokkrum árum seinna,
er stóð yfir í þrjú ár. Eftir þá för mátti hann heita
orðinn heimsfrægur sem hetja og vísindamaður.
En »það verður að gera meira fyrir mannkynið en
að yrkja ljóð«, er haft eítir Byron skáldi, þegar hann