Lindin - 01.01.1929, Page 58
56
LINDIN
lagði af stað að hjálpa Grikkjum í frelsisstríði þeirra.
Það er eins og Nansen hafi hugsað á líkan hátt: að
meira yrði að gera fyrir mannkynið en að rannsaka
íshöf og jökla. Hann tók nú að gefa sig við sögunni og
mannlífinu, sem er hið merkilegasta af öllu merkilegu
undir sólunni. Einkum lagði hann sig eftir að skilja
sinn tíma og þá atburði, sem þá voru að gerast í heim-
inum. Hann varð um tíma sendiherra Norðmanna í
Lundúnum. Þar opnaðist honum nýtt og stórkostlegt
verksvið, og þar fjekk hann ágætt tækifæri til að kynn-
ast stórpólitík Evrópu og viðskiftum stórveldanna sín
á milli. Eftir heimsstyrjöldina miklu stígur Nansen
hið þriðja, mesta og göfugasta frægðarspor sitt. Þá
geisaði hræðileg hungursneyð í Rússlandi. Bæði var
það afleiðing styrjaldarinnar, og svo bættist þar á of-
an hallæri mikið og uppskerubrestur. Hungurdauði
vofði yfir miljónum manna. Þá lagði Nansen af stað
í hinn þriðja leiðangur sinn og nú til þess að bjarga
og líkna nauðstöddum mönnum.
Það mátti svo heita, að hann hefði tvær heimsálfur
undir í einu, Evrópu og Ameríku. Hann var á sífeldu
flugi og ferð ýmist austan hafs eða vestan og bar frið-
ar- og mannúðarorð milli hinna heiftúðugu og víga-
móðu þjóða og safnaði ógrynni fjár og vista og deildi
milli hungrandi lýðsins.
í Rússlandi var hann tignaður eins og einhver æðri
vera, og alstaðar var borin lotning fyrir þessum stór-
virka postula mannúðarinnar. Líklega verður þetta
síðasta afrekið hans. Hann er nú hátt á sjötugs aldri,
mjallhvítur fyrir hærum, með hörkudrætti í andlitinu
og sviphvass eins og gamall fálki, sem situr á hæstu
fjallsgnípunni og horfir vítt yfir.
Saga Nansens er gjögt dæmi þess, hvernig »maður
vex af viðfangsefni miklu«, og þessvegna hefi jeg tekið
hana hjer í örfáum dráttum. Sams konar dæmi höfum
við auðvitað mörg í okkar eigin sögu, þó að ekki sjeu