Lindin - 01.01.1929, Blaðsíða 58

Lindin - 01.01.1929, Blaðsíða 58
56 LINDIN lagði af stað að hjálpa Grikkjum í frelsisstríði þeirra. Það er eins og Nansen hafi hugsað á líkan hátt: að meira yrði að gera fyrir mannkynið en að rannsaka íshöf og jökla. Hann tók nú að gefa sig við sögunni og mannlífinu, sem er hið merkilegasta af öllu merkilegu undir sólunni. Einkum lagði hann sig eftir að skilja sinn tíma og þá atburði, sem þá voru að gerast í heim- inum. Hann varð um tíma sendiherra Norðmanna í Lundúnum. Þar opnaðist honum nýtt og stórkostlegt verksvið, og þar fjekk hann ágætt tækifæri til að kynn- ast stórpólitík Evrópu og viðskiftum stórveldanna sín á milli. Eftir heimsstyrjöldina miklu stígur Nansen hið þriðja, mesta og göfugasta frægðarspor sitt. Þá geisaði hræðileg hungursneyð í Rússlandi. Bæði var það afleiðing styrjaldarinnar, og svo bættist þar á of- an hallæri mikið og uppskerubrestur. Hungurdauði vofði yfir miljónum manna. Þá lagði Nansen af stað í hinn þriðja leiðangur sinn og nú til þess að bjarga og líkna nauðstöddum mönnum. Það mátti svo heita, að hann hefði tvær heimsálfur undir í einu, Evrópu og Ameríku. Hann var á sífeldu flugi og ferð ýmist austan hafs eða vestan og bar frið- ar- og mannúðarorð milli hinna heiftúðugu og víga- móðu þjóða og safnaði ógrynni fjár og vista og deildi milli hungrandi lýðsins. í Rússlandi var hann tignaður eins og einhver æðri vera, og alstaðar var borin lotning fyrir þessum stór- virka postula mannúðarinnar. Líklega verður þetta síðasta afrekið hans. Hann er nú hátt á sjötugs aldri, mjallhvítur fyrir hærum, með hörkudrætti í andlitinu og sviphvass eins og gamall fálki, sem situr á hæstu fjallsgnípunni og horfir vítt yfir. Saga Nansens er gjögt dæmi þess, hvernig »maður vex af viðfangsefni miklu«, og þessvegna hefi jeg tekið hana hjer í örfáum dráttum. Sams konar dæmi höfum við auðvitað mörg í okkar eigin sögu, þó að ekki sjeu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Lindin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lindin
https://timarit.is/publication/730

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.